Fréttir
Enn er hægt að sækja um skólavist í MÍ fyrir vorönn 2014. Umsóknarfrestur er til og með 10. desember. Sérstök athygli er vakin á því að á vorönn verður í boði húsasmíðanám með vinnu. Um er að ræða lokaönn í húsasmíði sem kennd verður í lotubundnu fjarnámi alla önnina. Alls verða námsloturnar átta helgar þar sem kennt verður laugardag og sunnudag. Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofa skólans. Sótt er um í gegnum heimasíðu skólans http://www.misa.is/namid/umsokn_um_skolavist/ eða í gegnum menntagátt https://www.inna.is/framhaldsskolaumsokn/
Á vorönn mun nám á lokaönn í húsasmíði verða í boði við skólann ef næg þátttaka fæst. Kennslan mun fara fram um helgar og í fjarnámi. Eftirfarandi áfangar verða kenndir: ÁGS102, HÚB102, SVH102 og TEH303 sem eru fagbóklegir áfangar og TRS102, TST101 og LHÚ104 sem eru verklegir áfangar. Sveinspróf verður í maí og útskrift þann 24. maí. Námið er lánshæft hjá LÍN. Nánari upplýsingar um skipulag námsins má finna með því að smella hér. Einnig er hægt að fá upplýsingar hjá Hildi Halldórsdóttur aðstoðarskólameistara í síma 450-4402 eða tölvupósti hildur@misa.is
Við Menntaskólann er heimavist með 20 nýuppgerðum herbergjum með sturtu og snyrtingu. Nokkur herbergjanna henta vel fyrir pör. Við skólann er mjög gott mötuneyti sem er vel nýtt af nemendum og starfsmönnum skólans. Nánari upplýsingar um heimavist veitir Gísli H. Halldórsson fjármálastjóri í síma 450-4404 eða tölvupósti gisli@misa.is
Skráning fer fram í gegnum menntagátt eða heimasíðu skólans.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um skólavist í MÍ á vorönn 2014. Sótt er um í gegnum menntagátt. Vakin er athygli á því að skólinn er nú þátttakandi í Fjarmennaskólanum. Upplýsingar um það hvaða áfanga MÍ mun bjóða upp á í Fjarmenntaskólanum er að finna hér á heimasíðunni. Allar upplýsingar um Fjarmenntaskólann er að finna á fjarmenntaskolinn.is
Í dag 23. október er valdagur í skólanum. Nemendur yngri en 18 ára eiga að hitta umsjónarkennara í umsjónartíma kl. 14.05 og velja áfanga fyrir komandi vorönn. Opið verður fyrir val í gegnum INNU til og með 28. október. Eftir það þurfa nemendur að fá tíma hjá námsráðgjafa eða áfangastjóra til að fá aðstoð við valið. Smellið á hlekkina hér fyrir neðan til að fá nánari upplýsingar um hvernig og hvað þið eigið að velja.
Leiðbeiningar um hvernig valið er í gegnum INNU
Framvinda bóknámsbrauta eftir árum
Framvinda verknámsbrauta eftir árum
Áfangar í boði á vorönn 2014