Fréttir
Leiðbeiningar fyrir val í INNU
Verknámsáfangar í boði
Bóknámsáfangar í boði
Framvinda bóknáms
Þetta felur í sér að kennt verður þriðjudaginn 22. apríl, fimmtudaginn 24. apríl (sumardaginn fyrsta) og dagana 12. til 14. maí. Einnig bætist einn námsmatsdagur við þann 22. maí. Útskrfit verður laugardaginn 24. maí eins og gert hafði verið ráð fyrir. Nánari upplýsingar um skipulag prófadaga (próftafla) verða birtar um leið og þær liggja fyrir.
Það er mikil vinna fyrir höndum hjá nemendum og kennurum næstu vikurnar og mikilvægt er að nemendur mæti vel í kennslustundir og sinni náminu af kappi það sem eftir lifir annar.
Nýr kjarasamningur Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum við ríkið var undirritaður í gær. Verkfalli kennara og stjórnenda hefur því verið frestað og skóli hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 7. apríl.
Nemendur í 10. bekk hafa frest til sækja um nám í framhaldsskóla eða breyta umsóknum úr forinnritun til miðnættis þriðjudaginn 10. júní. Einkunnir þeirra verða sendar rafrænt frá grunnskólum til framhaldsskóla eftir skólaslit.
Rafrænni innritun á starfsbrautir lauk 28. febrúar síðastliðinn. Tímamörk almennrar innritunar sem auglýstar eru á Menntagátt, gilda þó fyrir þær umsóknir sem berast síðar. Stefnt er að afgreiðslu allra umsókna á starfsbrautir fyrir lok apríl.
Innritun eldri nemenda (fæddir 1997 eða fyrr) sem ekki eru nú í framhaldsskóla eða ætla að skipta um skóla hefst föstudaginn 4. apríl og lýkur laugardaginn 31. maí. Umsækjendur sækja um Íslykil á www.island.is og nota hann til að sækja um á www.menntagatt.is.
Nánari upplýsingar um innritun í framhaldsskóla má fá á menntagatt.is og hjá Námsmatsstofnun í síma 550 2400.