24 okt 2012

Val fyrir komandi vorönn

Opnað hefur verið fyrir val fyrir næstu önn. Í fundartíma á morgun fimmtudag eiga nemendur sem eru yngri en 18 ára að hitta umsjónarkennara sína og velja sér áfanga fyrir komandi vorönn. Eldri nemendur geta leitað til námsráðgjafa og áfangastjóra ef þeir þurfa aðstoð við valið. Nemendur velja í gegnum INNU og leiðbeiningar um það hvernig á að velja er að finna hér fyrir neðan. Mikilvægt er að nemendur fylgi framvindu sinna brauta. Leiðbeiningar fyrir verknám og bóknám og upplýsingar um það hvaða áfangar eru í boði eru hér fyrir neðan.

Leiðbeiningar um val í INNU


Framvinda verknáms og áfangar í boði

Framvinda bóknáms

Áfangar í boði í bóknámi
10 okt 2012

Heimsókn frá Frakklandi

Nú stendur yfir heimsókn frá samstarfsskóla MÍ í bænum Les Sables-d´Olonne á vesturströnd Frakklands. Skólinn heitir Lycée Sainte Marie du Port og er þetta í fimmta sinn sem við fáum nemendur og kennara frá skólanum til viku dvalar hjá okkur. Gestirnir dvelja flestir heima hjá nemendum í MÍ og stefnt er að því að nemendur frá okkur fari til Frakklands á komandi vorönn. Eins og áður er það Hrafnhildur Hafberg frönskukennari sem hefur veg og vanda af móttöku Frakkanna en dagskrá þeirra er þéttskipuð þessa daga sem þeir dveljast á Ísafirði.
8 okt 2012

Sjálfsmatsskýrsla 2011-2012

Sjálfsmatsskýrsla fyrir skólaárið 2011-2012 er komin út og hefur verið vistuð á vef skólans. Með því að smella hér er hægt að skoða skýrsluna.
27 sep 2012

Metabolic kynning á föstudag

Á morgun föstudaginn 28. spetember, ætlar Laufey Dögg Garðarsdóttir að vera með kynningu á Metabolic í íþróttatímunum kl. 9:05 og 10:25. Nemendur sem eiga að vera í íþróttum þessa tíma koma með íþróttaföt og taka þátt í tímanum. Aðrir nemendur sem hefðu áhuga á að kynna sér þessa hreyfingu geta komið yfir í íþróttahús ef þeir hafa tök á því og fylgst með. Sjá nánar um Metabolic á metabolic.is.

Jónas L, íþróttakennari

25 sep 2012

Úrsögn úr áföngum

Þeir nemendur sem vilja segja sig úr áföngum á haustönn þurfa að gera það í síðasta lagi 28. september. Nemendur sem hætta í áfanga eftir það fá skráð fall í áfanganum. Ganga þarf frá úrsögnum hjá námsráðgjöfum eða áfangastjóra.

20 sep 2012

Lotumat 1

Fyrstu námslotu haustannar fer senn að ljúka. Mat fyrir lotuna verður birt í INNU þann 27. september n.k.

11 sep 2012

MÍ á facebook

Við minnum á að MÍ er líka á facebook. Þar eru ýmsar fréttir úr skólalífinu og sagt frá því sem er á döfinni.
5 sep 2012

Jöfnunarstyrkur

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu?
Reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu eru hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna www.lin.is
Umsóknarfrestur vegna skólaársins 2012-2013 er til 15. október n.k.
4 sep 2012

Busavígsla, nýnemaferð og busaball

Í síðastliðinni viku var tekið á móti nýnemum. Eftir að fjöldi nýnema og þar með húsnæði skólans hafði fengið óæskilegt lýsisbað á þriðjudegi voru nemendur sendir heim og eldri nemendur settir í að þrífa skólann. Á miðvikudegi vígðu svo eldri nemendur busana í sinn hóp og daginn eftir fóru nýnemar ásamt umsjónarkennurum og íþróttakennara saman í ferðalag. Farið var í Ósvör og að Núpi í Dýrafirði þar sem gist var eina nótt. Í Dýrafirði var gengið út á Arnarnes og til baka að Núpi. Seinna um daginn var gengið í garðinn Skrúð og hann skoðaður. Um kvöldið var kvöldvaka og stjórn NMÍ kom í heimsókn og sagði frá félagslífinu í skólanum. Daginn eftir fóru nemendur í ratleik að loknum morgunverði og síðan var heim á leið. Á laugardagskvöld var svo busaball haldið í skólanum en þar spilaði hljómsveitin xxxRottweiler, í klukkutíma og sex mínútur! Á ballinu var mikið fjör og mæting mjög góð. Myndir frá busavígslu og nýnemaferð eru komnar inn hér á síðuna og líka á facebook.