Leiðbeiningar um val í INNU
Framvinda verknáms og áfangar í boði
Framvinda bóknáms
Áfangar í boði í bóknámi
Á morgun föstudaginn 28. spetember, ætlar Laufey Dögg Garðarsdóttir að vera með kynningu á Metabolic í íþróttatímunum kl. 9:05 og 10:25. Nemendur sem eiga að vera í íþróttum þessa tíma koma með íþróttaföt og taka þátt í tímanum. Aðrir nemendur sem hefðu áhuga á að kynna sér þessa hreyfingu geta komið yfir í íþróttahús ef þeir hafa tök á því og fylgst með. Sjá nánar um Metabolic á metabolic.is.
Jónas L, íþróttakennari
Þeir nemendur sem vilja segja sig úr áföngum á haustönn þurfa að gera það í síðasta lagi 28. september. Nemendur sem hætta í áfanga eftir það fá skráð fall í áfanganum. Ganga þarf frá úrsögnum hjá námsráðgjöfum eða áfangastjóra.
Fyrstu námslotu haustannar fer senn að ljúka. Mat fyrir lotuna verður birt í INNU þann 27. september n.k.
Nokkrar valgreinar verða í boði í skólanum á haustönn og enn er laust pláss í þeim. Upplýsingar um þessar valgreinar eru hér. Vinsamlegast skráið ykkur hjá áfangastjóra sem fyrst.