Fréttir
Þann 7.-9. mars verða Gróskudagar í skólanum. Nemendur taka þá þátt í smiðjum að eigin vali og er fjölbreytt úrval af smiðjum í boði að þessu sinni. Það er búið að opna fyrir val í smiðjur og er nemendur hvattir til að velja sem fyrst. Athugið að takmarkaður fjöldi nemenda kemst að í sumar smiðjur - fyrstur velur, fyrstur fær! Hver nemandi þarf að velja að lágmarki 6 smiðjur en athugið þó að smiðjurnar standa mislengi. Smellið hér til að velja ykkur smiðjur.
Menntaskólinn á Ísafirði er heilsueflandi framhaldsskóli
Í vetur er áherslan lögð á næringu og þar skipar mötuneyti skólans að sjálfsögðu stóran sess. Fjölbreyttur matseðill er í mötuneytinu alla virka daga en hann er hægt að skoða hér á síðunni. Ýmsar nýjungar hafa litið dagsins ljós:
- Við bjóðum upp á ókeypis hafragraut í mötuneyti skólans kl. 7:50-9:10
- Hægt er að kaupa boost í mötuneytinu sem þarf að panta og greiða daginn áður eða í síðasta lagi kl. 8 samdægurs. Fólk skilur eftir merkt plastmál þegar pöntun er gerð. Boostið er afhent í mötuneyti kl. 10 á morgnana. Hægt er að kaupa 10 skammta 2500 kr. Einnig er hægt að kaupa stakan skammt á 300 kr
- Sallatbar í hádeginu alla virka daga
- Vatnsbrunnur á neðri hæð fyrir nemendur
Lið MÍ sigraði andstæðinga sína úr VMA í fyrstu umferð Gettu betur í kvöld. Lokatölur voru 8-4 MÍ-ingum í vil. Við óskum þeim Þorgeiri, Hallberg og Daníel til hamingju með sigurinn og hlökkum til að fylgjast með þeim gera ennþá betur í næstu umferð.