Fréttir
Útskriftarveisla var í íþróttahúsinu um kvöldið og voru þar um 230 gestir. Kór MÍ flutti þar mjög skemmtilegan söngleik og útskriftarnemar voru með skemmtiatriði ásamt afmælisárgöngum. Halldór Smárason lék á píanó undir borðhaldi eins og hann hefur gert frá 15 ára aldri en hann spilaði svo einnig með hljómsveitinni Húsinu á sléttunni í fjörugum og samfelldum dansleik sem stóð til kl.02.00.
Lokað hefur verið fyrir val nemenda á haustönn 2011. Þeir nemendur sem enn eiga eftir að velja sér áfanga þurfa að hafa samband við námsráðgjafa.
Í fundartíma á morgun, fimmtudag eiga nemendur að mæta til umsjónarkennara sinna og velja áfanga fyrir næstu önn. Nemendur velja áfanga í INNU og fá aðstoð umsjónarkennara ef þörf krefur. Mikilvægt er að allir nemendur sem ætla að stunda nám við skólann á haustönn 2011 velji áfanga.
Smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að sjá áfanga í boði í bóknámi, sjúkraliðagreinum og íþróttum:
Áfangar í bóknámi, sjúkraliðanámi og íþróttum
Smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að sjá áfanga í boði á starfsbraut og í verknám:
Áfangar á starfsbraut og í verknámi
Smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að sjá leiðbeiningar fyrir val nema á 1. og 2. ári í bóknámi:
Leiðbeiningar
Á meðfylgjandi mynd Halldórs Sveinbjörnssonar, sem fengin var af bb.is má sjá nemendur í sjósundi sem var ein af smiðjunum sem voru í gangi. Fleiri myndir munu birtast hér á síðunni innan tíðar.