18 nóv 2022

Matartæknibraut

Fyrirhugað er að hefja kennslu á matartæknibraut í janúar 2023 ef næg þátttaka fæst.

Kennari verður Halldór Karl Valsson, matreiðslumeistari og framhaldsskólakennari. 

Kennsla fer fram í dreifnámi í húsnæði Menntaskólans á Ísafirði.

Áhugasömum bent á að hafa samband við Mörthu Kristínu áfanga- og fjarnámsstjóra.

 

 

11 nóv 2022

Mennta- og barnamálaráherra í heimsókn

Mennta- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Daðason kom í heimsókn til okkar í MÍ í gær ásamt starfsfólki mennta- og barnamálaráðuneytis, þeim Gylfa Arnbjörnssyni, Sigurlaugu Ýr Gísladóttur og Hrafnkatli Tuma Kolbeinssyni. Þau þrjú mynda starfshóp um húsnæðismál framhaldsskóla og Hrafnkell Tumi er jafnframt tengiliður skólans í mennta- og barnamálaráðuneytinu. Það var bæði gott og gagnlegt að fá Ásmund Einar og hans fólk í heimsókn. Stjórnendur og starfsfólk MÍ ásamt hluta skólanefndar áttu gott samtal við þau um ýmis mikilvæg verkefni sem vinna þarf á næstu vikum og mánuðum. Þar bar hæst bygging nýs verknámshúss við skólann sem lengi hefur verið beðið eftir. Gott vilyrði fékkst frá ráðherra um framgang þess máls. Farið var í skoðunarferð um húsakynni skólans, aðstaða skoðuð og spjallað við kennara og nemendur. Kærar þakkir fyrir komuna.

7 nóv 2022

Innritun á vorönn hafin

Nú er hafin innritun í nám á vorönn. Innritun í nám á vorönn stendur yfir frá 1. nóvember - 30. nóvember og fer fram í gegnum Menntagátt. Hægt er að sækja um nám í gegnum Menntagátt hér.

Innritun í fjarnám stendur yfir frá 1. nóvember til 4. janúar 2023. Innritunin fer fram í gegnum INNU og með því að smella hér má finna frekari upplýsingar um fjarnámið og tengil beint á umsóknarvefinn.

Frekari upplýsingar um innritun gefur Martha Kristín Pálmadóttir áfanga- og fjarnámsstjóri, fjarnam@misa.is 

 

4 nóv 2022

Heimsókn frá Omnia framhaldsskólanum í Finnlandi

Við fengum góða gesti í skólann í vikunni þegar þær Elina Kollanus og Sari Rehell frá framhaldsskólanum Omnia í Espoo í Finnlandi komu í heimsókn. Þær voru í undirbúningsheimsókn vegna væntanlegs Erasmus+ samstarf svið okkur í Menntaskólanum á Ísafirði en hluti starfsfólks skólans fór í kynnisferði til Omnia síðastliðið vor. Við væntum góðs af samstarfi við Omnia skólann á næstu misserum en skólinn er mjög stór og vel búinn starfs- og verknámsskóli. Mikil tækifæri felast í því fyrir nemendur okkar að geta farið þangað til lengri eða styttri dvalar í starfsnámi eða nemendaskiptum. Nokkrar myndir frá heimsókn þeirra Elinu og Sari fylgja hér með.

7 okt 2022

Samstaða nemenda

Nemendur í Menntaskólanum á Ísafirði sýndu þolendum kynferðisofbeldis samstöðu og gengu út úr skólanum kl. 11 í gær. Rætt var við Viktoríu Rós Þórðardóttur formann NMÍ í hádegisfréttum og kvöldfréttum RÚV

6 okt 2022

Stefnumótunarvinna í MÍ

Þessar vikurnar er skólinn í stefnumótunarvinnu sem jafnframt er hluti af menntastefnu fyrir Vestfirði í heild. Vinnan er í samstarfi við Vestfjarðastofu og ráðgjafarfyrirtækið Creatrix stýrir vinnunni. Í dag fyrir hádegi voru tveir starfsmenn frá Creatrix að vinna stefnumótnarvinnu með nemendum skólans. Mjög góð mæting var af hálfu nemenda og verður spennandi að sjá afrakstur vinnunnar. Nokkrar myndir frá morgninum fylgja hér með. 

4 okt 2022

Íþróttavika í MÍ

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin víðsvegar um álfuna á hverju hausti og þessa vikuna er hún í gangi í Menntaskólanum á Ísafirði. Fjölbreytt dagskrá er í boði alla vikuna og bæði nemendur og starfsfólk taka vel á því þessa dagana. Meðal annars skoruðu nemendur á kennara í sippkeppni og má sjá nokkrar viðureignir á meðfylgjandi myndum. 

1 okt 2022

Nemendum og starfsfólki boðið í leikhús

Nemendum og starfsfólki MÍ var á dögunum boðið á leiksýninguna Góðan daginn, faggi en sýningin sem sýnd var fyrir fullu húsi í Þjóðleikhúsinu á síðasta leikári er á leikferð um landið þessar vikurnar. MÍ-ingar fylltu Ediborgarhúsið og óhætt að segja að sýningin hafi verið bæði áhrifamikil og þörf. 

Hér má lesa umfjöllun um sýninguna og einnig um leikferðina um landið.

2 sep 2022

Við upphaf haustannar

Haustönn 2022 fer vel af stað, bæði í dagskóla og hjá fjarnemum og lotubundið dreifnám verður að fullu komið í gang nú í byrjun septemer. Nýnemahópurinn sem telur 50 nemendur fór í nýnemaferð á suðursvæði Vestfjarða í síðustu viku ásamt kennurum og námsráðgjafa. Hópurinn fór að Dynjanda í Arnarfirði, heimsótti m.a. Skrímslasetrið á Bíldudal og svo var farið í sund á Tálknafirði. Ferðinni lauk svo í MÍ þar sem boðið var upp á kvöldmat og kvöldvöku, þar sem stjórn Nemendafélags MÍ kynnti það sem verður á döfinni í félagslífi nemenda í vetur. Allt bendir til þess að félagslífið í MÍ verði öflugt í vetur sem er langþráð eftir samkomutakmarkanir síðustu tvö árin. Fyrsti stóri viðburðurinn, nýnemaballið var einmitt haldinn í gær í Gryfjunni og DJ Eysi sá um tónlistina. Ballið var vel heppnað og vel sótt, það eru því spennandi tímar framundan! Nokkrar myndir úr nýnemaferðinni fylgja hér með.

2 sep 2022

Við upphaf haustannar

Haustönn 2022 fer vel af stað, bæði í dagskóla og hjá fjarnemum og lotubundið dreifnám verður að fullu komið í gang nú í byrjun septemer. Nýnemahópurinn sem telur 50 nemendur fór í nýnemaferð á suðursvæði Vestfjarða í síðustu viku ásamt kennurum og námsráðgjafa. Hópurinn fór að Dynjanda í Arnarfirði, heimsótti m.a. Skrímslasetrið á Bíldudal og svo var farið í sund á Tálknafirði. Ferðinni lauk svo í MÍ þar sem boðið var upp á kvöldmat og kvöldvöku, þar sem stjórn Nemendafélags MÍ kynnti það sem verður á döfinni í félagslífi nemenda í vetur. Allt bendir til þess að félagslífið í MÍ verði öflugt í vetur sem er langþráð eftir samkomutakmarkanir síðustu tvö árin. Fyrsti stóri viðburðurinn, nýnemaballið var einmitt haldinn í gær í Gryfjunni og DJ Eysi sá um tónlistina. Ballið var vel heppnað og vel sótt, það eru því spennandi tímar framundan! Nokkrar myndir úr nýnemaferðinni fylgja hér með.