Vegna slæmrar veðurspár á morgun, miðvikudaginn 23. febrúar, fellur staðbundin kennsla niður en verður rafræn í staðinn. Fylgist með upplýsingum frá kennurum á Moodle eða í tölvupósti.
Fréttir
Föstudaginn 25. febrúar mun Menntaskólinn á Ísafirði flytja Microsoft skýjageira sinn yfir í Menntaskýið. Menntaskýið er verkefni á vegum íslenska ríkisins þar sem Microsoft hugbúnaður er sameinaður í eina miðlæga einingu.
Innleiðing á þessu verkefni hefst kl. 15:00 föstudaginn 25. febrúar og verður lokið mánudag 28. febrúar.
NOTENDUR ATHUGIÐ:
Föstudaginn 25. febrúar klukkan 15:00 verður lokað á innskráningar notenda á MÍ aðganga svo mikilvægt er að þið takið afrit af öllum upplýsingum og/eða gögnum á tölvuna ykkar ef þið þurfið að komast í þau yfir helgina.
Opnað verður aftur fyrir innskráningar á laugardaginn kl. 12:00 (mögulega fyrr).
Þegar þið skráið ykkur inn í Menntaskýið í fyrsta skipti þarf að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum:
Flutningur í Menntaský-Leiðbeiningar-OneDrive-Windows-Mac-MFA
Ef þið lendið í einhverjum vandræðum með að skrá ykkur inn í Teams/Outlook o.s.frv. getið þið notað vefútgáfurnar af forritunum á www.office.com
Gögn úr Forms eyðublaðaforritinu og Sway kynningaforritinu þurfa notendur að flytja sjálfir fyrir föstudaginn 25. febrúar kl. 15:00 (annars eyðast þessar upplýsingar síðar meir).
Vinsamlega kynnið ykkur hvernig það er gert í eftirfarandi leiðbeiningum:
Frekari aðstoð vegna aðstoð við Forms, Sway eða Stream veitir Snerpa í síma 520 4000 eða tölvupósti firma@snerpa.is til föstudagsins 25. febrúar kl. 12:00.
Einnig verður virkjuð tveggja þátta auðkenning notenda yfir helgina, sjá nánar í ofangreindum leiðbeiningum.
Mikilvæg forvinna er að allir notendur (bæði kennarar og nemendur) prófi um helgina að innskrá sig inn á Menntaskýið. Þannig er hægt að lágmarka fjölda þeirra notenda sem þarf að veita notendaaðstoð.
Starfsmenn Snerpu munu sinna notendaaðstoð mánudaginn 28. febrúar á bókasafni Menntaskólans á Ísafirði frá klukkan 8:00-16:00 og aðstoða þá notendur sem þurfa þess.
Það er von okkar að verkefnið gangi vel og þar er forvinna notenda mikilvæg.
Ítarlegri leiðbeiningar má finna inn á vefsíðu Menntaskýsins
Við viljum vekja athygli á slæmri veðurspá á morgun, þriðjudag 22. febrúar. Kennt verður skv. stundaskrá en við hvetjum alla til að fylgjast vel með veðri og færð og tilkynna forföll vegna ófærðar til skrifstofu skólans með því að senda tölvupóst á netfangið misa@misa.is. Forfallist einhverjir vegna ófærðar skulu þeir sinna námi sínu og vinnu áfram í gegnum Moodle.
Með góðri kveðju, stjórnendur Menntaskólans á Ísafirði
Út er komin ársskýrsla ársins 2021 fyrir FABLAB á Ísafirði sem er starfrækt hér í húsnæði MÍ. Á síðasta ári urðu talsverðar breytingar á aðkomu að rekstri FABLAB. Nýsköpnarmiðstöð Íslands var lögð niður og í stað hennar komu ráðuneyti nýsköpunar og ráðuneyti mennta og menningarmála inn í samstarf um rekstur á FABLAB ásamt MÍ og sveitarfélögunum á norðanverðum Vestfjörðum. Við þessa breyting fékkst meira fjármagn til rekstursins og hægt var að ráða einn starfsmann til viðbótar í smiðjuna. Svavar Konráðsson, nýr starfsmaður hóf störf sem verkefnastjóri og kennari í september og Þórarinn Bjartur Breiðfjörð starfar áfram sem forstöðumaður FABLAB. Árskýrsluna má lesa hér.
Háskóladagurinn verður haldinn með stafrænum hætti þann 26. febrúar milli kl. 12 og 16. Námsframboð í háskólum landsins verður þá kynnt með rafrænum hætti. Sjá nánar á
Nemendur MÍ sem hyggja á háskólanám á næstu misserum eru hvött til að kynna sér hvað skólarnir hafa upp á að bjóða.
Vegna slæmrar veðurspár, ófærðar og röskunar á almenningssamgöngum í dag, þriðjudaginn 8. febrúar, fellur staðbundin kennsla niður en verður rafræn í staðinn.
Vegna slæmrar veðurspár á morgun, mánudaginn 7. febrúar, hefur verið ákveðið að loka skólahúsnæði Menntaskólans á Ísafirði. Staðbundin kennsla fellur niður en nemendur og starfsfólk sinna vinnu og námi í gegnum námsumsjónarkerfið Moodle.
Á miðnætti 26. janúar tóku í gildi rýmri reglur um sóttkví vegna útsetningar fyrir Covid-19 smiti. Þau sem hafa orðið útsett fyrir smiti utan heimilis þurfa ekki lengur að fara í sóttkví en eiga að viðhafa smitgát. Hafi einstaklingur verið útettur fyrir smiti á heimil er áfram skylda að fara í sóttkví en einstaklingar sem eru þríbólusettir geta verið í smitgát sem lýkur með sýnatöku. Áfram er hvatt til einstaklingsbundinna sóttvarna og sýnatöku ef einkenni gera vart við sig. Myndin hér fyrir neðan sýnir nýjar reglur á myndrænan hátt. Nánari upplýsingar um tilslakanirnar er að finna á vef Stjórnarráðsins
Löng hefð er fyrir sólarkaffi innan Menntaskólans á Ísafirði. Á morgun, fimmtudaginn 27. janúar sl., verður boðið upp á sólarkaffi í skólanum. Um kaffið sjá útskriftarferðarfarar skólans.
25. janúar er hinn eiginlegi sólardagur Ísfirðinga en sólardagur er miðaður við þann dag er sól sleikir Sólgötu við Eyrartún (ef veður leyfir) eftir langa vetursetu handan fjalla. Á Ísafirði hvefur sólin á bak við fjöll seint í nóvember og birtist aftur í lok janúar. Í meira en 100 ár hafa Ísfirðingar fagnað komu sólar með því að drekka sólarkaffi og gæða sér á pönnukökum.
Við bjóðum sólina velkomna aftur í bæinn.
Það er gaman þegar tækifæri gefst til að fylgjast með því hvað fyrrum nemendur skólans eru að fást við. Rán Kjartansdóttir sem lauk stúdentsprófi frá MÍ í desember s.l. er í viðtali í sérblaði Fréttablaðsins um skóla og námskeið sem kom út í dag. Rán náði mjög góðum árangri á stúdentsprófi en hún hlaut meðaleinkunnina 9,37. Einstaklega áhugavert viðtal við Rán þar sem hún ræðir meðal annars styttingu á námi til stúdentsprófs og segir frá upphlut og peysufötum sem hún saumaði á þjóðbúninga saumanámskeiði í MÍ. Við óskum Rán góðs gengis í þeim verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.
Hér er hlekkur á blaðið og viðtalið er á blaðsíðu 14.