Fréttir
Skólastarf vorannar hófst í gær. Starfið hófst með stuttum upplýsingafundi í Gryfjunni og síðan var kennt skv. stundatöflu.
Töflubreytingar standa yfir til 10. janúar. 453 nemendur eru skráðir í nám við skólann á vorönn.
Menntaskólinn á Ísafirði óskar nemendum, starfsfólki, foreldrum og forráðamönnum sem og öllum velunnurum skólans gleðilegrar jólahátíðar og þakkar fyrir góð samskipti á árinu.
Þann 20. desember útskrifuðust 35 nemendum frá skólanum. Við óskum útskriftarnemum til hamingu með árangurinn og útskriftina.
Af útskriftarnemum var dagskólanemi, 19 dreifnámsnemendur og 15 nemendur í fjarnámi sem eru með Menntaskólann á Ísafirði sem heimaskóla.
4 nemendur útskrifuðust sem húsasmiðir, 3 af sjúkraliðabraut og 1 af sjúkraliðabrú, 11 nemendur af skipstjórnarbraut A
og 1 nemandi útskrifaðist af lista- og nýsköpunarbraut. 19 nemendur útskrifuðust með stúdentspróf, 2 af félagsvísindabraut, 6 af opinni stúdentsprófsbraut og 11 með stúdentspróf af fagbraut
Þriðjudaginn 20. desember verða 35 nemendur brautskráðir af 9 námsbrautum. Brautskráningarathöfnin fer fram í Ísafjarðarkirkju og hefst kl. 15:00. Vestfjarðastofa Vestfjarða mun streyma frá athöfninni, hægt er að horfa hér.
Hluti af námi allra nemenda til stúdentsprófs er lokaverkefnisáfangi þar sem nemendur vinna að einu stóru verkefni að eigin vali. Í áfanganum þurfa nemendur að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum, virkni og frumkvæði. Áfanganum er ætlað að skerpa undirbúning nemenda fyrir háskólanám, sérstaklega hvað varðar leikni og hæfni til að afla áreiðanlegra gagna, vinna úr þeim og koma niðurstöðum sínum á framfæri.
Nemendur í lokaverkefnisáfanganum þurfa að kynna verkefni sín í lokin. Í gær fór fram slík kynning og var gaman að sjá hversu fjölbreytileg verkefnin voru:
- Matarfíkn, átröskun og offituaðgerðir
- Lúpínan
- Fíkniefni
- Víetnam-stríðið
- Æviferill fatnaðar - slow fashion
- Arsenal
- Sykursýki
- Female tropes in media
- Anime teikningar á gleri
- Áhrif samfélagsmiðla á líkamsímynd ungra stúlkna
- Er betra að trúa en trúa ekki?
- Samanburður á menntaskólum á Íslandi og í Noregi
- Úr borg í sveit
- Barnateppi - Hvernig form, litir og áferð hafa áhrif á börn
- Parkinson sjúkdómurinn
- Saga djassins
- Vestur-Íslendingar og ferð til Íslands
- Orkudrykkir á Vestfjörðum
Verkefnið Vörumessa MÍ hefur fengið vilyrði fyrir styrk að upphæð 400 þúsund krónur úr Uppbyggingasjóði Vestfjarða. Alls bárust 103 umsóknir um styrk úr sjóðnum að þessu sinni og úthlutunarnefnd og fagráð sjóðsins ákváðu að veita 62 verkefnum styrk.
Vörumessa MÍ er kynning á verkefnum nemenda sem þau vinna í áfanganum Hugmyndir og nýsköpun og er vettvangur fyrir unga frumkvöðla, fyrirtæki og samfélagið að þróa nýjar hugmyndir og lausnir á Vestfjörðum. Áhersla er lögð á samstarf við fyrirtæki/ráðgjafa á svæðinu og sjálfstæða vinnu nemenda að nýsköpunarlausnum. Verkefnið undirbýr nemendur fyrir framtíðina og eykur færni þeirra til nýsköpunar, atvinnuþátttöku og atvinnusköpunar. Samstarfsaðilar MÍ í verkefninu eru
Þann 1. desember var opnuð sýning nemenda í áföngum á lista- og nýsköpunarbraut, í áföngunum hönnun, ljósmyndun og myndlist. Við opnunina bauðst gestum að skoða myndlistarstofuna þar sem sjá mátti verk í vinnslu. Á sýningunni má sjá lokaverkefni nemenda í hönnun á bókasafni skólans, en þau hafa unnið saman í litlum hópum að hönnunarverki. Ljósmyndanemar sýna rayogram myndir sem þau unnu í myrkraherbergi sem sett var upp að þeirra frumkvæði. Nemendur í myndlist sýna anatómíu teikningar og verk unnin út frá kenningunni litafræðinni split primary. Sýningin verður áfram opin i þessari viku milli kl. 8 og 16 og henni lýkur á fimmtudaginn. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af sýningunni.
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Heiðrúnu Tryggvadóttur í embætti skólameistara Menntaskólans á Ísafirði til fimm ára frá 1. janúar 2023.
Heiðrún lauk B.A.-prófi í íslensku og kennslufræði til kennsluréttinda árið 1997. Þá lauk hún M.Ed.-prófi í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2015. Heiðrún stundar nú diplómanám í opinberri stjórnsýslu.
Heiðrún hefur starfað við menntamál frá árinu 1997 þar sem hún hefur kennt við ýmsa grunnskóla, verið verkefnastjóri hjá Háskólasetri Vestfjarða 2009–2010, kennt og sinnt námsefnisgerð hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða 2009–2013 og starfað við Menntaskólann á Ísafirði frá árinu 2015. Þann tíma hefur hún verið áfangastjóri og leyst af á tímabilum sem aðstoðarskólameistari. Þá hefur hún verið starfandi skólameistari Menntaskólans frá ársbyrjun 2022. Auk þess hefur Heiðrún sinnt ýmsum trúnaðarstörfum í gegnum árin.
Alls sóttu tveir umsækjendur um embættið.
Kennsla í Skipstjórn B hefst í janúar 2023.
Inntökuskilyrði í námið eru að nemendur hafi eða séu að ljúka Skipstjórnarnámi A.
Allar frekari upplýsingar um námið gefur Martha Kristín áfanga- og fjarnámsstjóri.