31 mar 2023

Innritun í dagskóla og dreifnám (eldri nemar)

Innritun eldri nema í dagskóla og dreifnám stendur yfir frá 27. apríl til 1. júní 2023.

Innritunin fer fram í gegnum Menntagátt.

Öllum nemendum, í námi eða á leið í nám, stendur til boða að panta viðtal hjá áfanga- og fjarnámsstjóra eða námsráðgjafa og fá aðstoð við áfanga- og námsval.

Hægt er að panta tíma í viðtal hér.

 

 

31 mar 2023

Söngkeppni framhaldsskólanna 2023

Söngkeppni framhaldsskólanna 2023 verður haldinn laugardaginn 1. apríl í Hinu húsinu.

Mariann Raehni og Sylvía Lind Jónsdóttir keppa fyrir hönd MÍ og munu flytja lagið Anyone eftir Demi Lovato.

Keppninni verður streymt í gegnum Stöð2 Vísi kl. 19:00 og hvetjum við alla til að fylgjast með.

Dómnefndina í ár skipa þau Jón Heiðar Halldórsson, Saga Matthildur, Hildur Kristín Stefánsdóttir og Þórunn Clausen.

Atkvæði dómnefndar vega helming á móti atkvæðum sem berast í gegnum símakosningu, þannig það er um að gera að fylgjast með.

Óskum við stelpunum okkar góðs gengis í keppninni

30 mar 2023

Opna húsið

Mánudaginn 27. mars var haldið opið hús í MÍ fyrir elstu bekki grunnskólanna hér á Vestfjörðum.

Opna húsið tókst mjög vel og mættu í kringum 100 nemendur í heimsókn til okkar. Nemendur fengu kynningu á námsframboði, nemendafélaginu og skólastarfinu í fyrirlestrarsal skólans og spurðu ýmissa spurninga. Því næst sungu þær Sylvía Lind og Mariann fyrir okkur lagið sem þær munu flytja í Söngvakeppni framhaldsskólanna laugardaginn 1. apríl. Nemendum var svo skipt upp í 4 hópa sem fengu leiðsögn um byggingar skólans ásamt því að taka þátt í ratleik. Í lokin var öllum boðið í hádegismat í mötuneytinu og dreginn út vinningshafi í ratleiknum og óskum við Önnu Salínu enn og aftur til hamingju.

Hlökkum til að sjá sem flesta nýnema hjá okkur í haust og takk fyrir komuna

23 mar 2023

Nemendur í heimsókn frá Omnia í Espoo

Þessa dagana eru nemendur frá Omnia í Espoo í Finnlandi í heimasókn í skólanum. Um er að ræða nemendaskipti í Erasmus+ verkefni sem Menntaskólinn á Ísafirði er aðili að.

Hjá okkur eru 10 nemendur og 2 kennarar frá Omnia. Nemendurnir stunda nám í Arts and media og vinna nú verkefni hjá okkur í MÍ með nemendum á Lista- og nýsköpunarbraut og fá að kynnast Fablab smiðjunni.

Í apríl fara svo nemendur MÍ í heimsókn til Omnia skólans og kynnast starfsemi og námi þar.

Á meðfylgjandi myndum má sjá samstarf Omnia og MÍ nemenda í myndlistartíma.

 

23 mar 2023

Hugmyndir og nýsköpun - Hversdagssafn

Á dögunum fóru nemendur í áfanganum Hugmyndir og nýsköpun í heimsókn í Hversdagssafnið hér á Ísafirði.

Í safninu tók Vaida, ein af stofnendum safnsins, á móti nemendum og fræddi þá um tilgang safnsins og þeirra sýninga sem þar eru í gangi. 

Meginmarkmið Hversdagssafnsins er að rannsaka hið hversdagslega og venjulega, að koma auga á skáldskapinn sem birtist þegar enginn er að fylgjast með.

Virkilega áhugaverð heimsókn sem opnaði augu margra nemenda fyrir hversdagsleikanum og því sem í honum býr.

Takk fyrir okkur

22 mar 2023

Opið hús fyrir grunnskólanema

Mánudaginn 27. mars verður opið hús fyrir grunnskólanema.

Grunnskólum Vestfjarða hefur verið boðið að koma í heimsókn í Menntaskólann milli kl. 10:10 og 12:00. 

Grunnskólanemendur fá kynningu á námsframboði og leiðsögn um byggingar skólans. Einnig verður boðið upp á ratleik og skemmtiatriði frá nemendum MÍ. Í lok heimsóknar er boðið upp á hádegismat í mötuneytinu.

Hlökkum til að sjá alla

20 mar 2023

Alþjóðlegur dagur stærðfræðinnar

Þriðjudaginn 14. mars var alþjóðlegur dagur stærðfræðinnar haldinn hátíðlegur, jafnan nefndur pí-dagurinn.

Í tilefni dagsins fengu nemendur í stærðfræði það verkefni að reikna út - án reiknivélar og notuðu til þess þrjár mismunandi leiðir. 
Ein leiðin byggir á nálum Buffons ("Buffons needle problem"), önnur felst í að mæla þvermál og ummál og í þeirri þriðju er notast við óendanlegar raðir (infinite series).

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var skólastofan vel nýtt.

 

20 mar 2023

Tindur ætlar að leita

Á dögunum kom hann Tindur í heimsókn í skólann. Tindur er fíkniefnahundur og fengu nemendur tækifæri til að fylgjast með þegar hann leitaði að fíkniefnum. Búið var að setja fíkniefnalykt á kennara skólans og var skemmtilegt að fylgjast með vinnu Tinds, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. 

Þökkum við Lögreglunni á Vestfjörðum kærlega fyrir þessa heimsókn í skólann.

20 mar 2023

Vörumessa

Vörumessa Ungra frumkvöðla verður haldin 27. mars kl. 12:00 - 17:00 með formlegri opnun kl. 12:20  í Vestfjarðastofu, boði verður upp á léttar veitingar.

Gestum gefst tækifæri á að kynna sér nýsköpunarhugmyndir nemenda í áfanganum Hugmyndir og nýsköpun og verða nemendur með til sölu vörur sem og kynna frumgerðir.

Nánar um verkefnið

Á vörumessu Ungra frumkvöðla stofna nemendur og reka eigið fyrirtæki auk þess að vinna að nýsköpunarhugmynd sem miðar að því að efla skilning þeirra á nýsköpun. Framkvæmdin er höfð eins raunveruleg og kostur er.

Á uppskeruhátíð sem haldin er ár hvert velur dómnefnd sigurvegara í ýmsum flokkum. Það fyrirtæki sem hlýtur titilinn „fyrirtæki ársins“ tekur þátt í Evrópukeppni ungra frumkvöðla - GEN_E

Mentorar úr viðskiptalífinu aðstoða og veita nemendum leiðsögn með fyrirtækið sitt.

Markmið er:

  • að efla skilning og þekkingu nemenda á því hvernig fyrirtæki eru skipulögð og rekin
  • að kynna ólíkan starfsvettvang og undirstöðuatriði þess að taka þátt í atvinnulífi
  • að þróa skilning nemenda á lögmálum efnahagslífsins sem hafa áhrif á ákvarðanatöku og rekstur fyrirtækja
  • að hlúa að jákvæðum samskiptum á milli nemenda og fólks/fyrirtækja í atvinnulífinu

 

Nemendur læra og framkvæma:

  • þróun viðskiptahugmyndar
  • að sækja um og ráða í stöður í eigin fyrirtæki
  • gerð viðskiptaáætlunar, markmiðasetningu, markaðsmál, fjármál og starfmannamál
  • að fjármagna eigin rekstur með sölu hlutabréfa
  • um siðferði, samvinnu, jákvæð samskipti, stjórnun, ábyrgð og ákvarðanatöku

 

Verið öll velkomin

Vörumessan er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vestfjarða