14 mar 2023

Íslandsmót iðn- og verkgreina

Íslandsmót iðn- og verkgreina fer fram í Laugardalshöll 16. - 18. mars.

Um einstaklega skemmtilegan viðburð er að ræða þar sem 30 framhaldsskólar á landinu kynna nám og starfsemi sína. Einnig verður keppt í 22 faggreinum og 10 aðrar greinar kynna sig.

MÍ lætur sig ekki vanta og verður með kynningarbás á mótinu.

Hvetjum alla til að kíkja við og upplifa einstakan viðburð.

14 mar 2023

Íslandsmót iðn- og verkgreina

Íslandsmót iðn- og verkgreina fer fram í Laugardalshöll 16. - 18. mars.

Um einstaklega skemmtilegan viðburð er að ræða þar sem 30 framhaldsskólar á landinu kynna nám og starfsemi sína. Einnig verður keppt í 22 faggreinum og 10 aðrar greinar kynna sig.

MÍ lætur sig ekki vanta og verður með kynningarbás á mótinu.

Hvetjum alla til að kíkja við og upplifa einstakan viðburð.

10 mar 2023

The Rocky Horror Show frumsýnt í kvöld

Í kvöld verður söngleikurinn The Rocky Horror Show, í leikstjórn Gunnars Gunnsteinssonar, frumsýndur í Edinborg. Stífar leikæfingar hafa staðið yfir frá því í janúar og við getum lofað góðri skemmtun.

Framundan eru síðan sýningar:

Frumsýning - 10. mars kl 20:00
2. sýning 11. mars kl 20:00
3. sýning 12 mars kl 20:00
4. sýning 13 mars kl 20:00
5. sýning 14 mars kl 20:00
6. sýning 15 mars kl 20:00
7. sýning 16 mars kl 20:00
8. sýning 17 mars kl 20:00

 

Miðasala er á www.tix.is 

2 mar 2023

Kökulottó starfsbrautar

Nemendur starfsbrautar MÍ eru að safna í ferðasjóð fyrir vorferð og bjóða nú upp á kökulottó. Til mikils er að vinna enda eru þau snillingar í bakstri og vinningslíkur góðar.

Endilega skráið ykkur til þátttöku hjá þeim HÉR

1 mar 2023

Gróskudagar 2023

Fjölbreyttar, skemmtilegar og vel sóttar smiðjur voru í boði fyrir nemendur á Gróskudögum í ár. Nemendur þurftu að velja sér sex smiðjur í heildina, þrjár hvorn dag. Smiðjurnar sem boðið var upp á í ár voru í kringum 35 talsins, staðsettar bæði í skólanum og víðar í bænum.

Það sem einkenndi Gróskudagana í ár var gleði og gaman eins og má sjá brot af henni á meðfylgjandi myndum.

Viljum þakka nemendum okkar fyrir einstaklega góða og skemmtilega Gróskudaga.

24 feb 2023

Setning Sólrisuvikunnar 2023

Sólrisuvikan er fastur liður í dagskrá MÍ. Í þessari viku er nemendafélagið með margt skemmtilegt eins og sjá má í fyrri frétt.

Í dag, 24. febrúar, var Sólrisuvikan sett með árlegri skrúðgöngu nemenda sem gengu fylktu niður á hringtorg, fögnuðu og fóru í Hókí pókí. Því næst var haldið aftur í skólann, Sólrisan sett með formlegum hætti og sýnt brot úr söngleiknum Rocky Horror sem leikfélag MÍ setur upp.

Gleðilega Sólrisuviku 

24 feb 2023

Smiðjur á Gróskudögum

Þökkum nefndinni fyrir frábæra vinnu í uppsetningu og skipulagningu Gróskudaganna.

Hér eru smiðjurnar, tímasetningar og staðsetning.

23 feb 2023

Ársskýrsla FABLAB

Út er komin ársskýrsla ársins 2022 fyrir FABLAB á Ísafirði sem er starfrækt í húsnæði MÍ. 

Ársskýrsluna má lesa hér

23 feb 2023

Rocky Horror

Leikfélag MÍ sýnir söngleikinn Rocky Horror í Edinborgarhúsinu nú í mars.

Frumsýning verður 10. mars n.k.

Miðasala fer fram á tix.is

23 feb 2023

Út að leika í eðlisfræði

Það er nú heldur betur hægt að nýta góða veðrið til útikennslu þessa dagana. 

Dóróthea kennari og nemendur í eðlisfræði skelltu sér út í góða veðrið í dag með rassaþotur og sleða, renndu sér í brekkunum við skólann og könnuðu áhrif þyngdarkrafts á hreyfingu.