26 feb 2016

Gróskudagar á Sólrisu

Gróskudagar verða síðustu þrjá daga Sólrisuviku eins og verið hefur undanfarin ár. Að vanda verða fjölmargar áhugaverðar smiðjur í boði. Nemendur geta kynnt sér smiðjurnar með því að smella á hlekk hér fyrir neðan. Allir nemendur þurfa að skrá sig í smiðjur öll 8 tímabilin þessa daga, þ.e.a.s. 3 smiðjur á miðvikudegi, 3 á fimmtudegi og 2 á föstudegi.

Gróskusmiðjur 2016

Skráning í smiðjur hefst í dag og fer fram á netinu. Hlekkurinn á skráninguna er hér fyrir neðan. 

ATH! Skráningu í smiðjur er LOKIÐ. Ef einhverjir eiga eftir að skrá sig þurfa þeir að hafa samband við skrifstofu skólans.

ATHUGIÐ! Sumar smiðjur eru þess eðlis að þær standa yfir í fleiri en eitt tímabil. Sem dæmi má nefna Hönnunarkeppnin sem stendur yfir alla Gróskudagana og nemendur sem skrá sig í hana geta ekki skráð sig í aðrar smiðjur. Lesið því vel allar útskýringar á smiðjum og hafið þetta í huga þegar þið veljið. 

Góða skemmtun!
25 feb 2016

Sólrisa 2016

Sólrisuvikan er að skella á og verður sett á morgun, föstudaginn 26. febrúar. Að venju verður farið í skrúðgöngu um bæinn. Við hvetjum þá sem vilja fylgjast með atburðum á Sólrisuvikunni að líka við atburð  á Facebook, Sólrisuhátíð 2016:

21 feb 2016

Leikfélag MÍ setur Litlu hryllingsbúðina á svið

Í Sólrisuvikunni setur Leikfélag MÍ á svið Litlu hryllingsbúðina eftir Alan Menken og Howard Ashman. Laust mál er í þýðingu Einars Kárasonar og söngtextar í þýðingu Megasar. Leikstjóri er Ingrid Jónsdóttir.

Frumsýning verður föstudaginn 26. febrúar kl. 20:00 í Edinborgarhúsinu og alls verða sýningarnar fimm. Hægt er að panta miða í síma 779-2644 eftir kl. 12:00 á daginn. 

Sýningar verða sem hér segir: 

Frumsýning 26. febrúar klukkan 20:00
2. sýning 28. febrúar klukkan 20:00
3. sýning, 29. febrúar klukkan 20:00
4. sýning 1. mars klukkan 20:00
5. sýning 3. mars klukkan 20:00

Verð:
12 ára og eldri : 3000 kr
6-11 ára : 2500
NMÍ: 2500
Öryrkjar og eldriborgarar: 2500

19 feb 2016

MÍ úr leik í Gettu betur

MÍ keppti við MH í Gettu betur í kvöld. MÍ leiddi keppnina með einu stigi eftir hraðaspurningar en leikar enduðu með sigri MH, 36-26. Keppendur og stuðningsliðið stóðu sig með stakri prýði og voru skólanum sínum til mikils sóma.
19 feb 2016

MÍ keppir í fyrsta sinn í sjónvarpshluta Gettu betur í kvöld

Í kvöld kl. 20 keppir MÍ í fyrsta sinn í sögu skólans í sjónvarpshluta Gettu betur. Mótherjarnir eru MH og fer keppnin fram í sjónvarpssal. Keppendur, liðsstjóri og þjálfari fóru suður í dag og í morgun kl. 8 lagði stuðningsliðið af stað í rútu. Við óskum Gettu betur liðinu Dórótheu Magnúsdóttur, Friðriki Þóri Hjaltasyni og Kolbeini Sæmundi Hrólfssyni og liðsstjóranum Veturliða Snæ Gylfasyni góðs gengis í kvöld. Um leið hvetjum við alla núverandi og fyrrverandi MÍ-inga til að senda liðinu góða strauma og horfa á keppnina sem hefst eins og fyrr segir á RÚV kl. 20. Áfram MÍ.
15 feb 2016

Breytingar á skóladagatali

Skólaráð samþykkti á síðasta fundi sínum smávægilegar breytingar á skóladagatali vorannar. Námsmatsdögum voru færðir framar í maí og þeim fjölgað um tvo og tveir úrvinnsludagar bættust við fyrir aftan námsmatsdaga. Einnig var miðannarmatsdagur sem vera átti 17. febrúar færður til 8. mars. Nýtt skóladagatal er komið inn á heimasíðu skólans og það má einnig sjá hér.
31 jan 2016

Sólarkaffi

Eins og aðrir hér um slóðir fögnuðum við í MÍ sólarkomunni. Á fimmtudaginn komu nemendur skólans á sal, fögnuðu saman og gæddu sér á sólarkaffi í umsjón 3. bekkinga. Sjá má nokkrar myndir úr sólarkaffinu á myndasíðunni.
24 jan 2016

MÍ úr leik í MORFÍS

MORFÍS-liðið okkar tapaði mjög svo naumlega fyrir liði Menntaskólans að Laugarvatni. Aðeins munaði 69 stigum á liðunum en 2500 stig eru alls í dómarapottinum. Við erum stolt af keppendunum okkar, þeim Ingunni Ósk Kristjánsdóttur, Kolbeini Sæmundi Hrólfssyni, Þórði Úlfi Júlíussyni og Rannveigu Sigríði Þorkelsdóttur liðsstjóra, sem hafa lagt mikið á sig undanfarnar vikur og mánuði í æfingum og undirbúningi.
21 jan 2016

MÍ keppir í MORFÍS í kvöld

Í kvöld keppir MORFÍS-liðið okkar við Menntaskólann að Laugarvatni. Umræðuefnið er almenningsálitið og talar MÍ með því. Við óskum Ingunni Rós Kristjánsdóttur, Kolbeini Sæmundi Hrólfssyni, Þórði Úlfi Júlíussyni  og Rannveigu Sigríði Þorkelsdóttur liðsstjóra góðs gengis. ÁFRAM MÍ!
18 jan 2016

MÍ komið í 3. umferð Gettu betur

MÍ vann i kvöld sigur á Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, 21-20 í afar spennandi keppni í beinni útsendingu á Rás 2. Þar með er MÍ í fyrsta sinn komið í 3. umferð Gettu betur. Liðið, skipað þeim Dórótheu Magnúsdóttur, Friðriki Þóri Hjaltasyni og Kolbeini Sæmundi Hrólfssyni og þjálfarinn þeirra Veturliði Snær Gylfason, er þar með á leið í sjónvarpshluta keppninnar, fyrst MÍ-inga. Til hamingju með glæsilegan árangur.