22 des 2015

Opnunartími skrifstofu

Skrifstofa Menntaskólans á Ísafirði er nú lokuð. Opnar skrifstofan aftur mánudaginn 4. janúar.
22 des 2015

Útskrift 18. desember 2015

Föstudaginn 18. desember s.l. fór fram brautskráning frá Menntaskólanum á Ísafirði. Alls brautskráðust 15 skipstjórar með A-réttindi (að 24 metrum), 2 sjúkraliðar og 6 stúdentar  Fór brautskráningin fram við hátíðlega athöfn í Ísafjarðarkirkju. Við athöfnina flutti fulltrúi 30 ára stúdenta, Guðrún Ásbjörg Stefánsdóttir ávarp en þann 15. desember voru 30 ár liðin síðan fyrstu öldungardeildarnemendurnir voru útskrifaðir frá MÍ.
17 des 2015

Prófsýning og útskrift

Föstudaginn 18. desember milli kl. 10 og 11 er prófsýning. Listi yfir hvar kennara er að finna hangir upp á upplýsingatöflum. Eftir hádegi sama dag eða kl. 14:00 er útskrift í Ísafjarðarkirkju. Útskrifaðir verða 15 nemendur með skipstjórnarréttindi A, 2 sjúkraliðar og 6 stúdentar. 
9 des 2015

Vísindadagar settir á morgun

Vísindadagar MÍ 2015 verða settir á morgun, fimmtudag kl. 8:10 í Gryfjunni. Nýkrýndur sigurvegari í The Voice Ísland, Hjörtur Traustason stígur á stokk. Dagskrá Vísindadaganna má finna hér.
8 des 2015

Vísindadagar MÍ á fimmtudag og föstudag

Dagana 10. og 11. desember n.k.  verða vísindadagar í Menntaskólanum á Ísafirði. Er þetta í annað skiptið sem slíkir dagar fara fram. Á vísindadögunum verður hefðbundið skólastarf brotið upp með sýningum og kynningum nemenda á því fjölbreytta starfi sem fram fer í skólanum. Allir íbúar skólasamfélagsins nær og fjær eru velkomnir í skólann á meðan á Vísindadögum MÍ 2015 stendur.


Vísindadagar MÍ 2015 verða settir í Gryfjunni (sal MÍ) fimmtudaginn 10. desember kl. 8:10. Sérstakur gestur á setningunni verður Hjörtur Traustason nýkrýndur sigurvegari The Voice Ísland sem ætlar að syngja nokkur lög.

Á Vísindadögum verður ýmislegt að sjá. Boðið verður upp á tímaflakk í gegnum hártískuna, verklegar æfingar í náttúrufræði og eðlisfræði, nemendur í málmiðngreinum reyna að láta tónlist hafa áhrif á gas, nemendur sýna nýja snjallsímasmásjá sem búin var til í Fab Lab og hægt verður að skoða erfðaefni með aðferðum erfðatækninnar með rafdráttartækjum sem voru endurhönnuð og smíðuð í Fab Lab. Einnig verða ýmsar sýningar og kynningar um allan skólann á verkefnum nemenda í hinum ýmsu greinum. Er þá aðeins fátt eitt upptalið af því sem nemendur skólans taka sér fyrir hendur á Vísindadögum og erum við ákaflega stolt af hugmyndaauðgi þeirra og áhuga. Dagskrá Vísindadaga má sjá hér.


Á meðan á Vísindadögum stendur geta gestir gætt sér á ávöxtum og grænmeti á sérstöku hlaðborði, skoðað Læðuna, rafbílinn okkar sem Orkubú Vestfjarða gaf okkur og farið í bíó tengt Fab Lab og fengið alvöru bíópopp.

Dagskránni lýkur með verðlaunaafhendingu á föstudeginum. Allir gestir eiga þess kost að leysa vísindaþraut þar sem einn vinningshafi fær vinning. Veitt verða sérstakar viðurkenningar fyrir athyglisverðustu kynninguna og athyglisverðustu sýninguna auk þess sem dregið verður í happdrætti. Nemendafélagið býður nemendum upp á  kvikmyndakvöld á fimmtudeginum og  afþreyingu á föstudegi.

 

 

7 des 2015

Viðbrögð við óveðri

Til nemenda, forráðamanna og starfsmanna MÍ
 
Stjórnendur skólans munu ekki senda út tilkynningu um að skólahald falli niður vegna óveðurs eða ófærðar enda er það ekki í þeirra verkahring að meta slíkt. Mikilvægt er að nemendur og forráðamenn þeirra og starfsmenn fylgist með veðurspá og viðvörun frá Veðurstofu Íslands og jafnframt að kanna færð á vegum hjá Vegagerðinni. Þegar óveður geisar skal fylgjast með tilkynningum frá lögreglu og almannavarnarnefnd sem birtast á samfélagsmiðlum.
1 des 2015

Frá bókaverði

Kæri nemandi!
Ertu búinn að skila bókum á bókasafnið?
Síðasti skiladagur á haustönn er 11. des. nk.
Bókasafnið verður að sjálfsögðu opið á námsmatsdögum!

24 nóv 2015

Innritun á vorönn 2016

Sameiginlegt innritunartímabil framhaldsskóla fyrir nám á vorönn 2016 er dagana 1.-30. nóvember. Sótt er um á Menntagátt  þar sem finna má leiðbeiningar um innritun. Upplýsingar um nám í má finna hér. 
20 nóv 2015

Próftafla birt

Búið er að birta próftöflu haustannar. Námsmatsdagar haustannar eru frá 14. - 18. desember. Dagana 14. - 16. desember eru prófadagar, 17. desember verða endurtektar og sjúkrapróf og föstudaginn 18. desember verður prófsýning milli kl. 10:00-11:00. Þann sama dag kl. 14:00 verður útskrift í Ísafjarðarkirkju. Próftöfluna má nálgast hér.
18 nóv 2015

Almenn kynning á Fab Lab

Í fundartímanum á morgun verða þeir Gunnar og Þórarinn í Fab Lab með áhugaverða kynningu á Fab Lab í MÍ. Kynningin fer fram í fyrirlestrarsalnum og hvetjum við nemendur til að mæta og kynna sér hvaða möguleikar Fab Lab gefa í námi og starfi. Þess má geta að við vorum að bæta við FAB103 í val á vorönn. Áhugasamir geta haft samband við aðstoðarskólameistara.