18 sep 2015

Dagur íslenskrar náttúru í MÍ

Nemendur í náttúrufræði, líffræði, landafræði og líffæra- og lífeðlisfræði fóru út og unnu verkefni með kennara sínum, Ragnheiði B. Fossdal, í tilefni af Degi íslenskrar náttúru í fyrradag, 16. september. Fleiri myndir sem nemendur tóku má sjá á myndasíðunni, á Facebook og undir #DÍN.
7 sep 2015

Jöfnunarstyrkur - umsóknarfrestur til 15. október

Jöfnunarstyrkur - sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu?

Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is
Hægt er að skrá umsókn á Innu eða netbankanum!

Umsóknarfrestur vegna skólaársins 2015-2016 er til 15. október næstkomandi!

Lánasjóður íslenskra námsmanna, Námsstyrkjanefnd
28 ágú 2015

Vel heppnuð nýnemavika

Í ár hófu 54 nýnemar nám við Menntaskólann á Ísafirði. Þessa vikuna hafa þau verið boðin velkomin í skólann á ýmsan hátt, svo sem með grillveislu í hádeginu á föstudaginn og svokallaðri nýnemaferð að Núpi í Dýrafirði þar sem gist var eina nótt. Nýnemavikunni lýkur svo með dansleik í húsnæði skólans í kvöld. Við bjóðum nýnemana hjartanlega velkomna í MÍ. Við erum ákaflega stolt og ánægð með þau öll og  hlökkum til að kynnast þeim betur.
26 ágú 2015

Nýnemaferð

 

Nýnemaferð Menntaskólans á Ísafirði 27. – 28. ágúst 2015

 

 

Náms- og samskiptaferð að Núpi í Dýrafirði

 

Fimmtudagur:

  • Mæting kl. 8:10
  • Keyrt að Núpi
  • Gönguferð
  • Hádegisverður
  • Leiðsögn um svæðið í kringum Núp  
  • Kaffi, nemendum skipt í hópa til að undirbúa kvöldvöku
  • Kvöldmatur kl. 19:00
  • Nemendur undirbúa kvöldvöku kl. 19:30-20:00
  • Kvöldvaka kl. 20:00, fulltrúar NMÍ koma í heimsókn og kynna félagslífið
  • Svefntími kl. 23:30

 

 

 

Föstudagur:

  • Farið á fætur kl. 9:00
  • Morgunverður kl. 9:00 – 9:45
  • Ratleikur hefst kl. 10:00
  • Brottför frá Núpi kl. 12:00

 

 

NAUÐSYNLEG MINNISATRIÐI:

  • Skólareglur gilda í ferðinni
  • Skólinn greiðir rútuferðir
  • Nemendur greiða fyrir gistingu og fæði
  • Inni í fæði er hádegisverður, miðdegissnarl, kvöldverður og kvöldkaffi á fimmtudag og morgunmatur á föstudag
  • Nemendur taka með sér nesti fyrir fimmtudagsmorgun (ef þörf er á)
  • Kostnaður er 7500 kr.  Nemendur greiða ritara fyrir brottför annað hvort miðvikudaginn 26/8 eða fyrir brottför fimmtudaginn 27/8.
  • Nemendur eiga að hafa með sér kodda, svefnpoka/sæng og lak 
  • Takið með ílát undir ber J
  • Nemendur verða að vera vel klæddir og koma með hlý föt og viðeigandi skófatnað í ferðina

 

 

Eftirtaldir starfsmenn fara með í ferðina:

Emil Ingi Emilsson, Jónas Leifur Sigursteinsson,

Jónína Margrét Guðbjartsdóttir og Kristján Hrafn Bergsveinsson

 

 

 

18 ágú 2015

Skóli samkvæmt stundatöflu

MIðvikudaginn 19. ágúst hefst skólastarf samkvæmt stundatöflu kl. 8:10. Mötuneyti skólans verður opið í hádeginu. Þeir nemendur sem eiga eftir að fara í töflubreytingu þurfa að hafa samband við námsráðgjafa eða aðstoðarskólameistara.
17 ágú 2015

Skólasetning þriðjudaginn 18. ágúst kl. 9:00

Menntaskólinn á Ísafirði verður settur á sal skólans 18. ágúst kl. 9:00. Að skólasetningu lokinni munu umsjónarkennarar afhenda nemendum stundatöflur. Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu miðvikudaginn 19. ágúst kl. 8:10.
11 ágú 2015

Skólasetning

Menntaskólinn á Ísafirði verður settur á sal skólans þriðjudaginn 18. ágúst kl. 9:00. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 19. ágúst. Stundatöflur verða aðgengilegar nemendum í INNU föstudaginn 14. ágúst og nemendur geta nálgast bókalista á sama stað.
23 jún 2015

Lausar stöður framhaldsskólakennara við Menntaskólann á Ísafirði

Málmiðngreinar - 100% staða (málmsmíði, málmsuða og rennismíði)

Sérkennari - 100% staða

Stuðningsfulltrúi-25-50% staða

Tréiðngreinar 100% staða

Vélstjórnargreinar - 100% staða

 

Umsækjendur skulu hafa fullgild kennsluréttindi á framhaldsskólastigi í viðkomandi kennslugreinum sbr. lög nr. 87/2008. Æskilegt er að umsækjandi iðn- og vélstjórnargreina hafi nokkra starfsreynslu í atvinnulífinu. Einnig er æskilegt að umsækjandi um vélstjórnargreinar hafi lokið vélstjórnarnámi D og hafi rétt til að vera 1. vélstjóri á skipi með ótakmarkað vélarafl (skírteini: STCW).

 

Sérkennari þarf að  hafa fullgild kennsluréttindi á framhaldsskólastigi og sérkennsluréttindi sbr. lög nr. 87/2008. Starfið felst í sérkennslu á starfsbraut. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Kennarasambands Íslands sem og  stofnanasamningi MÍ. Laun stuðningsfulltrúa eru samkvæmt kjarasamningi SFR og stofnanasamningi MÍ. Starfið felst í stuðningi og aðstoð við nemendur á starfsbraut.

 

Sóst er eftir starfsmönnum sem hafa til að bera góða samskipta- og skipulagshæfni, þjónustulund, frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum, áhuga á að vinna með ungu fólki og taka þátt í þróunarstarfi í kennsluháttum og námsmati og þverfaglegu samstarfi.

 

Ráðið verður í stöðurnar frá 1. ágúst 2015. Í anda jafnréttisstefnu MÍ er hvatt til þess að konur jafnt sem karlar sæki um stöður við skólann. Umsóknum skal skila fyrir 13. júlí 2015 til Jóns Reynis Sigurvinssonar jon@misa.is sem gefur einnig nánari upplýsingar um störfin í síma 896 4636. Sakavottorð skal liggja fyrir við ráðningu.

 

Umsóknir gilda í a.m.k. sex mánuði ef staða losnar á ný. Á heimasíðunni http://.misa.is er að finna upplýsingar um skólann og starfsemi hans.

 

Skólameistari

30 maí 2015

Innritun á haustönn 2015

Innritun á haustönn 2015 í Menntaskólann á Ísafirði stendur yfir. Námsframboð er fjölbreytt en byrjað verður að kenna samkvæmt nýrri námskrá í haust á þriggja ára stúdentsprófsbrautum, náttúruvísindabraut og félagsvísindabraut.  Einnig verða eftirtaldar verknámsbrautir í boði ef næg þátttaka fæst:
  • Grunnnám hár og förðunargreina
  • Grunnnám málmiðngreina
  • Húsasmíði
  • Sjúkraliðanám (kennt að mestu í samstarfi við Fjarmenntaskólann)
  • Vélstjórn A og B nám
Nemendur sækja um skólavist í gegnum menntagatt.is og síðasti dagur innritunar er miðvikudagurinn 10. júní.