29 sep 2016

Úrslit í róðrarkeppni

Þá er árlegri róðrarkeppni MÍ lokið og úrslit ljós.
Sigurvegarar keppninnar að þessu sinni urðu Moby Dick og dvergarnir 6 og Sigþór en þeir réru á tímanum 00:49:35. Næstir komu Karlalið kennara á tímanum 00:54:82 og í þriðja sæti varð lið 1. bekkinga á tímanum 01:03:45. Alls tóku 8 lið í keppninni og gekk á ýmsu. Það má nefna að lið stjórnar NMÍ og lið Háskólaseturs 2 voru nánast hnífjöfn í mark eftir að bátar liðanna höfðu flækst saman á leiðinni. Lið NMÍ tókst þó fyrir harðfylgi að vera sjónarmun á undan liði Háskólaseturs. Þá urðu 2 síðustu liðin að hætta keppni vegna vaxandi hvassviðris undir lok keppninnar. Öllum keppendum er þökkuð drengileg keppni og einni öllum þeim sem stóðu að undirbúningi. Stefnt er að ennþá veglegri keppni næsta haust og víst er að ýmsir þykjast þar eiga harma að hefna.
29 sep 2016

Róðrarkeppni

Hin árlega róðrarkeppni fer fram á Pollinum í dag. Róið verður frá Edinborgarbryggju og hefst keppnin kl. 10.30 og reikna má með að hún standi til kl. 12. Að keppni lokinni býður stjórn NMÍ viðstöddum upp á grillaðar pylsur. Allir nemendur og starfsmenn eru hvattir til að mæta á keppnina og hvetja sín lið og einnig verður hægt að skrá lið alveg fram að keppni. Skráning er hjá ritara skólans.
29 sep 2016

Nýtt símkerfi tekið í notkun

Nýtt símkerfi hefur nú verið tekið í notkun í skólanum og hægt að fá samband við öll innanhússnúmer í gegnum símanúmerið 450-4400, á skrifstofutíma.
23 sep 2016

Nýtt símkerfi í MÍ

Í dag föstudaginn 23. september stendur yfir tenging á nýju símkerfi í skólanum. Vegna þessa gætu orðið truflanir á símasambandi við skólann fram eftir degi.
22 sep 2016

Skólafundur

Almennur skólafundur er haldinn á sal í dag, fimmtudaginn 22. september kl. 10.30. Allir nemendur og starfsmenn eru boðaðir á fundinn. Á fundinum verður rætt um kennsluhætti í MÍ með sérstakri áherslu á leiðsagnarnám.
16 sep 2016

Ruddabolti NMÍ

Nemendafélag MÍ heldur árlega keppni í ruddabolta á gerfigrasvellinu á Torfnesi í dag, föstudaginn 16. september. Vegna þessa fellur kennsla niður eftir hádegi í dag.
8 sep 2016

Úrsögn úr áföngum

Mánudaginn 12. september n.k. er síðasti dagur til að segja sig úr áföngum á haustönn. Ef nemendur kjósa að segja sig úr áfanga þurfa þeir að gera það í samráði við námsráðgjafa eða áfangastjóra. Eftir 12. september jafngildir úrsögn falli í áfanga.
31 ágú 2016

Skipstjórnarnám A að hefjast

Á föstudaginn, 2. september, hefst skipstjórnarnám A. Kennt er í dreifnámi. Með því að smella hér má finna allt um skipualg námsins. Vert er að vekja athygli á að einnig er í gangi kennsla í skipstjórnarnámi B. Hægt er að sjá skipulag námsins með því að smella hér.
26 ágú 2016

Skráning í fjarnám

Skráning í fjarnám er nú í fullum gangi. Hér má sjá upplýsingar um þá áfanga sem eru í boði í fjarnámi. Skráning í fjarnámið fer fram á heimasíðu skólans, www.misa.is/fjarnám.
23 ágú 2016

Fundur með forráðamönnum nýnema

Kynningarfundur með forráðamönnum nýnema verður haldinn í dag, þriðjudaginn 23. ágúst kl. 18, í fyrirlestrarsal skólans. Dagskrá fundarins er sem hér segir:
  • Skólameistari ræðir um samstarf forráðamanna og skólans
  • Kynning á námi nemenda
  • Kennarar nýnema kynna sig
  • Kynning á INNU og Moodle
  • Námsráðgjafi kynnir þjónustu sína
  • Kynning á starfsemi foreldrafélagsins
  • Dansleikjahald
  • Nýnemaferð 24.-25. ágúst – kynning á dagskrá

 

Þess er vænst að forráðamenn komi á þennan fund ef mögulegt er.