Á morgun, fimmtudaginn 27. október, er valdagur. Þá þurfa allir nemendur að velja áfanga fyrir vorönn 2017. Alla upplýsingar vegna valdagsins eru á heimasíðu skólans, sjá hér.
Nýnemar munu fá aðstoð við valið í náms- og starfsfræðslutimum. Aðrir nemendur geta leitað til náms- og starfsráðgjafa eða áfangastjóri í stofu 10-11 milli kl. 10:30-11:30 á morgun.
Vali þarf að vera lokið í síðasta lagi mánudaginn 31. október. Þeir nemendur sem ekki velja áfanga fyrir vorönn fá ekki greiðsluseðil og fá þá ekki heldur stundatöflu. Ef nemandi ætlar sér ekki að stunda nám á vorönn við MÍ er nauðsynlegt að láta áfangastjóra vita.