3 apr 2017

Opið hús - dagskrá

Þriðjudaginn 4. apríl 2017 verður opið hús í MÍ milli kl. 17:00-19:00.

Verknámshús

Kynning á málmiðngreinum og vélstjórn, kennarar og nemendur kynna námið:

  • Grunndeild bíliðna
  • Grunndeild málmiðngreina
  • Stálsmíði
  • Vélstjórn A-stig
  • Vélstjórn B-stig
  • Kynning á samastarfi: Skaginn 3x og MÍ
  • Kaffi, djús og konfekt í boði

 

Neðsta hæð heimavistar

Gengið inn hjá FabLab eða í gegnum undirgöng

  • Kynning á grunndeild hár- og snyrtigreina
  • Kynning á húsasmíði
  • Kynning á FabLab

 

Nýbygging húsasmíðanema

  • Gestum gefst kostur á að skoða nýbyggingu húsasmíðanema við hlið verknámshússins
  • Húsasmíðanemar verða að störfum ásamt kennara sínum

 

Bóknámshús

  • Almenn kynning á námsframboði skólans
  • Námsráðgjafi situr fyrir svörum
  • Sjúkraliðanemendur og kennari gefa innsýn í sjúkraliðanámið
    • Ýmiss konar mælingar í boði við hlið Gryfjunnar
    • Bóknámskennarar gefa innsýn í nokkra áfanga
    • Kynning á raungreinum í stofu 9
    • Kynning á lista- og nýsköpunarbraut í stofu 10-11
    • Kynning á starfsbraut
    • Nemendafélag MÍ kynnir félagslífið í Gryfjunni
    • Kynning á bókasafni skólans á efri hæð
    • Kynningarmyndband um MÍ í fyrirlestrarsalnum, stofu 17
    • Kaffi, djús og konfekt í boði í Gryfjunni

 

Leiðsögn um skólahúsnæði

  • Lagt af stað kl. 17:30, 18:00 og 18:30 í anddyri bóknámshúss á neðri hæð

 

Ratleikur um skólann

  • Veglegt páskaegg í vinning, upphafsstöð í Gryfjunni
31 mar 2017

Opið hús

Þriðjudaginn 4. apríl er opið hús í Menntaskólanum á Ísafirði þar sem fram fer kynning á starfi og námsframboði skólans. Við hvetjum alla sem áhuga hafa að koma og kynna sér fjölbreytt starf skólans.
31 mar 2017

Þrír verknámsnemendur í skólaheimsókn í Danmörku

Frá árinu 2011 hefur MÍ átt í farsælum samskiptum við stóran verknámsskóla í Danmörku, EUC Lillebælt í Fredericia. Á haustin hafa komið hingað danskir nemendur og á vorin hafa nemendur frá okkur farið til Danmerkur. Í þetta sinn fóru þau Elísabet Finnbjörnsdóttr nemandi í grunndeild málmiðna og vélstjórnarnemarnir Gunnar Þór Valdimarsson og Sigþór Hilmarsson Lyngmo. Munu þau dvelja úti í alls 3 vikur þar sem þau bæði fara í tíma í skólanum og út í fyrirtæki. Við erum mjög ánægð með þetta samstarf og vonum svo sannarlega að það verði farsælt áfram.
26 mar 2017

Heimanámsaðstoð alla mánudaga og miðvikudaga

Mánudaginn 27. mars hefst heimanámsaðstoð sem verður í boði alla mánudaga kl. 14-15 og alla miðvikudaga kl. 15-16 í stofu 9. Nemendur eru hvattir til að nýta sér aðstoðina.
24 mar 2017

MÍ úr leik í MORFÍS

MÍ keppti í gærkvöldið við lið Verslunarskóla Íslands í undanúrslitum MORFÍS. Keppnin var afar jöfn og spennandi og aðeins munaði 32 stigum á liðunum. Svo fór að Verslunarskóli Íslands bar sigur úr býtum. Við óskum Verslingum innilega til hamingju með sigurinn. Lið okkar fær mikið hrós fyrir drengilega keppni og góða frammistöðu en liðið skipuðu Hákon Ernir Hrfnsson, Ingunn Rós Kristjánsson, Veturliði Snær Gylfason og Þórður A. Úlfur Júlíusson.
15 mar 2017

Valtímabil 16. - 21. mars

Fimmtudaginn 16. mars til þriðjudagsins 21. mars stendur yfir valtímabil fyrir haustönn 2017. Nemendur sem ætla sér að vera við nám í skólanum á haustönn þurfa að velja sér áfanga. Kynning á valinu fer fram í fyrirlestrarsalnum (stofu 17) kl. 10:10 fimmtudaginn 16. mars og í fundartímanum þann sama dag er hægt að fá aðstoð við valið. Einnig er hægt að panta tíma hjá áfangastjóra eða náms- og starfsráðgjafa til að fá aðstoð við valið. Allar frekari upplýsingar um valið má finna hér.
8 mar 2017

Háskólakynning 9. mars milli kl. 11 og 13

Á morgun, fimmtudaginn 9. mars, munu allir háskólar landsins sem og Háskólasetur Vestfjarða, kynna námsframboð sitt sem telur yfir 500 námsleiðir. Nemendur, kennarar og námsráðgjafar verða á staðnum. Kynningin fer fram í Gryfjunni milli kl. 11 og 13. Háskólakynningin er opin öllum.
8 mar 2017

Sólrisuvika og Gróskudagar

Sólrisuvikan er nú í fullum gangi. Sýningar á leikriti ganga fyrir fullu húsi, Útvarp MÍflugan sendir út á tíðninni fm101 og margvísleg önnur dagskrá er í boði. Þá standa yfir Gróskudagar í skólanum þar sem nemendur taka þátt í ýmsum smiðjum, fróðlegum og skemmtilegum. Á meðfylgjandi myndum má sjá brot af þeim fjölbreyttu smiðjum sem í boði eru.
6 mar 2017

Forinnritun 10. bekkinga

Dagana 4. mars - 10. apríl fer fram forinnritun 10. bekkinga á síðunni www.menntagatt.is. Allir 10. bekkingar á Íslandi eiga að hafa fengið upplýsingar um forinntritun afhentar í sínum grunnskólum. Foreldrar og forráðamenn eiga sömuleiðis að hafa fengið sendar upplýsingar heim um innritunina. Lokainnritun 10. bekkinga fer síðan fram 4. maí - 10. júní. Allar upplýsingar um nám í boði við Menntaskólann á Ísafirði sem og inntökuskilyrði má finna hér.