Fréttir
Hver framhaldsskóli skal með kerfisbundnum hætti meta árangur og gæði skólastarfsins. Virkt innra mat skal samofið annarri starfsemi skóla og skal skapa forsendur fyrir markvissu mati á árangri og leiðum að markmiðum skóla. Innra mat skal vera umbótamiðað og ná til allra helstu þátta skólastarfsins. Það skal stuðla að aukinni vitund um mikilvægi gæða í öllu starfi.
Tryggja skal virka þátttöku starfsmanna, foreldra, nemenda og skólaráðs í innra mati, eftir því sem við á. Innra mat skal byggja á fjölbreyttum gögnum sem taka mið af viðfangsefnum hverju sinni.
Framhaldsskólar skulu birta opinberlega og á aðgengilegan hátt, á heimasíðu sinni eða með öðrum hætti, upplýsingar um framkvæmd innra mats, helstu niðurstöður og umbótaáætlun. Einnig skal gera grein fyrir tengslum matsins við skólanámskrá og stefnu skólans.
Sjálfsmatsnefnd skólans sem sinnir innra mati hefur nú lokið skýrslu fyrir skólaárið 2015-2016. Skýrsluna má finna hér á heimasíðunni.
Dagana 29. og 30. nóvember n.k. verða vísindadagar í Menntaskólanum á Ísafirði. Er þetta í þriðja skiptið sem slíkir dagar fara fram. Á Vísindadögunum verður hefðbundið skólastarf brotið upp með sýningum og kynningum nemenda á því fjölbreytta starfi sem fram fer í skólanum.
Á Vísindadögunum verður ýmislegt í boði. Má þar nefna gagnvirka landafræðikynningu, efnafræðitilraunir, hægt verður að sjá þyngdarlögmálið með eigin augum, boðið verður upp á tímaflakk á tölvusýningu, FabLab verður opið þar sem hægt verður að fylgjast með nemendum gera silkiþrykk, stuttmyndir sem nemendur hafa gert sýndar og ýmiss konar kynninga og sýninga. Er þá aðeins fátt eitt upptalið af því sem nemendur skólans taka sér fyrir hendur á vísindadögum og erum við ákaflega stolt af hugmyndaauðgi þeirra og áhuga. Dagskránni lýkur með verðlaunaafhendingu á miðvikudeginum kl. 14:10. Veitt verða sérstakar viðurkenningar fyrir athyglisverðustu kynninguna og athyglisverðustu sýninguna. Dagskrá Vísindadaganna má finna hér.
Vísindadagar MÍ 2016 verða settir í Gryfjunni (sal MÍ) þriðjudaginn 29. nóvember kl. 8:10. Allir íbúar skólasamfélagsins nær og fjær eru velkomnir í skólann á meðan á Vísindadögum MÍ 2016 stendur.
Nemendur sækja um skólavist í gegnum menntagatt.is og síðasti dagur innritunar er miðvikudagurinn 30. nóvember. Nemendur sem eru skráðir í dagskóla hafa þegar valið áfanga fyrir vorönn 2017 og þurfa ekki að skila inn umsókn í gegnum Menntagátt.
Við hvetum alla til að undirrita sáttmála gegn einelti sem finna má á vefsíðu fagráðs eineltismála í grunnskólum gegneinelti.is