14 feb 2017

Árshátíð NMÍ

Árshátíð NMÍ var haldið í Edinborgarhúsinu laugardaginn 11. febrúar. Glæsileg þrírétta máltíð var borin fram og veislustjóri var Lalli töframaður sem sá um að kitla hláturtaugar viðstaddra svo um munaði. Góð mæting var á árshátíðina og nemendur mættu í sínu fínasta pússi eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Að veislunni lokinni tók svo við dansleikur fram á nótt.
14 feb 2017

MÍ mætir ML í 8 liða úrslitum Morfís

Á fimmtudaginn mætir MORFÍS lið MÍ Laugvetningum í átta liða úrslitum MORFÍS. MÍ keppir heima að þessu sinni og keppnin fer fram í Gryfjunni og hefst kl. 20. Keppendur MÍ hafa staðið í ströngu undanfarna daga við undirbúning og ræðuskrif. Við hvetjum nemendur, starfsfólk skólans og bæjarbúa til að mæta á keppnina og hvetja MÍ-inga áfram.
8 feb 2017

Keppni MÍ lokið í Gettu betur.

MÍ lauk keppni í Gettu betur í gær þegar firnasterkt lið FG lagði lið MÍ en lokatölur voru 21-35 fyrir FG. Okkar krakkar lögðu á sig mikla vinnu við æfingar og stóðu sig vel í keppninni þetta árið þrátt fyrir tapið í gær. Það gengur bara betur á næsta ári.
7 feb 2017

Önnur umferð Gettu betur í kvöld

Í kvöld mætir Gettu betur lið MÍ þau Ína Guðrún, Kolbeinn og Veturliði, Fjölbrautarskólanum í Garðabæ í annarri umferð Gettu betur 2017. Viðureigninni verður útvarpað á Rás2 og hefst hún klukkan 20. Það lið sem ber sigur úr býtum mun komast áfram í 8 liða úrslit í sjónvarpi í lok mánaðarins. Við óskum Ínu Guðrúnu, Kolbeini og Veturliða góðs gengis í kvöld. Áfram MÍ!
3 feb 2017

MÍ mætir FG í annarri umferð Gettu betur.

Dregið hefur verið í 16 liða úrslitum í Gettu betur. Lið MÍ mun mæta liði Fjölbrautaskólans í Garðabæ og fer viðureignin fram á rás2 þriðjudaginn 7. febrúar.Lið FG komst áfram í aðra umferð sem eitt þriggja stigahæstu tapliðanna. Áfram MÍ!
30 jan 2017

MÍ komið áfram í Gettu betur

MÍ er komið áfram í 2. umferð í Gettu betur. Liðið lagði fyrr í kvöld lið Verkmenntaskóla Austurlands, 24-18. Til hamingju með flottan árangur Ína Guðrún, Kolbeinn Sæmundur, Veturliði Snær og Ingunn Rós þjálfari.
27 jan 2017

Gettu betur 2017

Keppni í Gettu betur hefst á Rás 2 mánudaginn 30. janúar. Fyrsta viðureignin þetta árið er viðureign MÍ og VA. Lið MÍ skipa þau Ína Guðrún Gísladóttir, Kolbeinn Sæmundur Hrólfsson og Vetuliði Snær Gylfason. Í fyrra komst lið MÍ sem kunnugt er í fyrsta sinn áfram í 3. umferð og þar með í sjónvarpskeppnina. Liðið í ár stefnir að sjálfsögðu að sama marki og er þeim óskað góðs gengis í keppninni á mánudaginn.
26 jan 2017

Sólinni fagnað

Eins og aðrir hér um slóðir fögnuðum við í MÍ sólarkomunni í dag. Nemendur og starfsmenn komu saman á sal, glöddust og gæddu sér á sólarkaffi í umsjón nemenda á þriðja ári.
 
20 jan 2017

Skráning í útskrift og úrsögn úr áföngum


Nemendur eru minntir á að síðasti frestur til að skrá sig úr áföngum er fimmtudagurinn 26. janúar. Ef nemendur ákveða að hætta í áfanga eftir þessa dagsetningu fá þeir skráð fall í áfanganum.

Þann 26. janúar er einnig lokafrestur til að skrá sig í útskrift hjá ritara, en útskrifað verður 27. maí.