24 jan 2016

MÍ úr leik í MORFÍS

MORFÍS-liðið okkar tapaði mjög svo naumlega fyrir liði Menntaskólans að Laugarvatni. Aðeins munaði 69 stigum á liðunum en 2500 stig eru alls í dómarapottinum. Við erum stolt af keppendunum okkar, þeim Ingunni Ósk Kristjánsdóttur, Kolbeini Sæmundi Hrólfssyni, Þórði Úlfi Júlíussyni og Rannveigu Sigríði Þorkelsdóttur liðsstjóra, sem hafa lagt mikið á sig undanfarnar vikur og mánuði í æfingum og undirbúningi.
21 jan 2016

MÍ keppir í MORFÍS í kvöld

Í kvöld keppir MORFÍS-liðið okkar við Menntaskólann að Laugarvatni. Umræðuefnið er almenningsálitið og talar MÍ með því. Við óskum Ingunni Rós Kristjánsdóttur, Kolbeini Sæmundi Hrólfssyni, Þórði Úlfi Júlíussyni  og Rannveigu Sigríði Þorkelsdóttur liðsstjóra góðs gengis. ÁFRAM MÍ!
18 jan 2016

MÍ komið í 3. umferð Gettu betur

MÍ vann i kvöld sigur á Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, 21-20 í afar spennandi keppni í beinni útsendingu á Rás 2. Þar með er MÍ í fyrsta sinn komið í 3. umferð Gettu betur. Liðið, skipað þeim Dórótheu Magnúsdóttur, Friðriki Þóri Hjaltasyni og Kolbeini Sæmundi Hrólfssyni og þjálfarinn þeirra Veturliði Snær Gylfason, er þar með á leið í sjónvarpshluta keppninnar, fyrst MÍ-inga. Til hamingju með glæsilegan árangur.
18 jan 2016

MÍ keppir í 2. umferð Gettu betur í kvöld

Gettu betur lið MÍ, Dóróthea Magnúsdóttir, Friðrik Þórir Hjaltason og Kolbeinn Sæmundur Hrólfsson, mætir í kvöld liði Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í 2. umferð keppninnar. Keppnin er í beinni útsendingua á Rás 2 og hefst kl. 20:30. 
15 jan 2016

MÍ keppir í Gettu betur og MORFÍS í næstu viku

Búið er að draga í aðra umferð Gettu betur. MÍ mun etja kappi við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akureyri (FVA) mánudaginn 18. janúar og fer keppnin fram í beinni útsendingu á RÁS 2 kl. 20:30. Á fimmtudaginn, 21. janúar, mun svo MORFÍS-liðið okkar keppa við Menntaskólann á Laugarvatni og fer keppnin fram á Laugarvatni. Við segjum hátt og snjallt: ÁFRAM MÍ!
13 jan 2016

Gettu betur lið MÍ komið áfram í 2. umferð

Í kvöld vann Gettur betur lið MÍ sigur á Verkmenntaskólanum á Akureyri (VMA). MÍ-ingar náðu góðri forystu strax í hraðaspurningunum og héldu henni allt til loka. Urðu lokatölur 26-17. Með sigrinum er liðið komið áfram í 2. umferð keppninnar. Við óskum Dórótheu Magnúsdóttur, Friðriki Þóri Hjaltasyni og Kolbeini Sæmundi Hrólfssyni sem skipa Gettur betur liðið fyrir hönd MÍ innilega til hamingju með sigurinn.
12 jan 2016

MÍ keppir í Gettu betur í kvöld

Lið MÍ keppir við VMA í Gettu betur í kvöld. Viðureignin hefst kl. 20:30 og er útvarpað beint á Rás 2. Við óskum þeim Dórótheu Magnúsdóttur, Friðriki Þóri Hjaltasyni og Kolbeini Sæmundi Hrólfssyni góðs gengis. ÁFRAM MÍ!

8 jan 2016

MÍ mætir VMA í Gettu betur

Gettu betur-lið skólans keppir miðvikudaginn 13. janúar kl. 20:30 við Verkmenntaskólann á Akureyri (VMA). Fyrstu viðureignirnar í Gettu betur fara fram á Rás 2. Fyrir hönd MÍ keppa Dóróthea Magnúsdóttir, Friðrik Þórir Hjaltason og Kolbeinn Sæmundur Hrólfsson. Liðsstjóri er Veturliði Gylfason.
2 jan 2016

Upphaf vorannar 2016

Menntaskólinn á Ísafirði býður alla nemendur, kennara og annað starfsfólk velkomið til starfa á vorönn 2016. Upphaf vorannar er með eftirfarandi hætti:

4. janúar:
Stundaskrár opnast í INNU. Námsgagnalisti nemenda er í INNU og einnig hér.

5. janúar:
 
Skólinn hefst með stuttri athöfn á sal kl. 9:00. Stundatöflur verða afhentar kl. 9:30.

Töflubreytingar fara fram milli kl. 10:00 og 14:00. Nemendur sækja sér númer hjá ritara.

6. janúar:
Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu.

Kynningarfundur fyrir nemendur með lesblindu kl. 15:15 á hljóðbókanotkun en nemendur sem hafa aðgang að Hljóðbókasafni Íslands geta nálgast flestar kennslubækur sínar hjá safninu.

18. janúar:
Kennsla í dreifnámi hefst.

22. janúar:
Síðasti dagur til að segja sig úr áfanga á vorönn 2016.

22. janúar:
Síðasti dagur fyrir útskriftarnemendur að skrá sig til útskriftar hjá ritara.

25. febrúar:
Valdagur fyrir haustönn 2016.

28. maí:
Útskrift frá Menntaskólanum á Ísafirði.