Fréttir
Formaður - Aðalbjörn Jóhannsson
Gjaldkeri - Friðrik Þórir Hjaltason
Ritari - Julo Thor Rafnsson
Menningarviti - Helga Þórdís Björnsdóttir
Málfinnur - Ingunn Rós Kristjánsdóttir
Formaður LNMÍ - Emma Jóna Hermannsdóttir
Formaður íþróttaráðs - Hjalti Hermann Gíslason
Nýrri stjórn er óskað til hamingju og einnig velfarnaðar í störfum sínum næsta vetur.
Á fyrirlestrinum er farið lauslega yfir helstu einkenni tölvufíknar og skoðað hverjir eru líklegir til þess að þróa með sér slíka fíkn. Einnig er farið í ýmsar ráðleggingar fyrir tölvufíkla og aðstandendur þeirra. Nemendur MÍ munu fara á fyrirlestur með Þorsteini á morgun, miðvikudag.
Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrarsal Menntaskólans á Ísafirði og hefst kl. 20:00. Allir sem áhuga hafa eru velkomnir.
Alþjóðlegur dagur einhverfunnar er á næsta leiti og og á morgun, 1. apríl, eru allir hvattir til að klæðast bláu og vekja þannig athygli á málefnum einhverfra barna en blái liturinn hefur fest sig í sessi sem litur einhverfunnar um heim allan. Líkt og undanfarin ár er það BLÁR APRÍL – Styrktarfélag barna með einhverfu, sem stendur fyrir deginum.
Markmið bláa dagsins er að vekja athygli á einhverfu og fá landsmenn alla til að sýna einhverfum stuðning sinn. Með aukinni vitund og þekkingu á einhverfu byggjum við upp samfélag sem er betur í stakk búið til að skilja þarfir einhverfra og virða framlag þeirra til samfélagsins.
Fögnum fjölbreytileikanum og styðjum við bakið á einhverfum börnum. Klæðumst bláu á föstudaginn! #blarapril
Allir þeir sem ætla að stunda nám við skólann á haustönn 2016 þurfa að velja sér áfanga. Allar helstu upplýsingar um valið má nálgast hér.
Valið hefst í fundartímanum, kl. 10:30-11:30. Nýnemar eiga að hitta sína umsjónarkennara, aðrir nemendur geta leitað til námsráðgjafa og áfangastjóra.
Umsjónarkennararar og stofur:
Andrea - stofa 6
Anna Jóna - stofa 12
Friðrik – verkmenntahús
Guðjón Torfi - stofa 5
Sólrún - stofa 1
Tryggvi - verkmenntahús
Gleðilega páska!
Á opna húsinu verður sérstök áhersla lögð á að kynna verknámsframboð skólans og geta gestir skoðað verknámsaðstöðu þar sem kennarar og nemendur munu taka á móti þeim og ýmis verkefni verða í gangi. Bóknámskennarar verða í bóknámshúsi og segja frá áherslum í bóknámi og bókasafnið verður opið. Einnig munnámsráðgjafi veita upplýsingar um nýjar námsbrautir og inntökuskilyrði í skólann. Nemendur verða á staðnum og kynna félagslífið.
Boðið verður upp á leiðsögn um húsakynni skólans kl. 17:45 og 18:30. Gestir á opnu húsi fá tækifæri til að spreyta sig í ratleik og eru vegleg verðlaun í boði.
Starfsmenn og nemendur MÍ bjóða gesti velkomna á opið hús fimmtudaginn 10. mars.