27 feb 2015

Gróskudagar

Í næstu viku verður óhefðbundin kennsla í skólanum á Gróskudögum, þ.e. frá miðvikudegi til föstudags. Fjölbreyttar smiðjur verða í boði og allir nemendur þurfa að velja sér a.m.k. tvær smiðjur á dag. Samtals verða nemendur að velja sér 7 smiðjur þessa daga. Hér fyrir neðan eru upplýsingar um smiðjur sem verða í boði og einnig er hlekkur á valblað þar sem nemendur geta valið smiðjurnar rafrænt. ATH!! að takmarkaður fjöldi er í sumar smiðjur og fyrstur kemur fyrstur fær. -ATH! Skráningu í smiðjur á netinu er lokið.-

Upplýsingar um smiðjur


27 feb 2015

Setning Sólrisuhátíðar

Sólrisuhátíð NMÍ verður sett kl. 12 í dag. Setningin hefst á skrúðgöngu um bæinn og síðan fer í gang fjölbreytt dagskrá sem stendur næstu vikuna. Allar upplýsingar um dagskrá verður að finna á fésbókarsíðu hátíðarinnar. SÓLRISA 2015 - DAGSKRÁ 
Gleðilega Sólrisuhátíð!
  
25 feb 2015

Óveður

Mjög slæm veðurspá er fyrir næsta hálfa sólahringinn á Vestfjörðum. Nemendur og forráðamenn eru hvattir til að fylgjast vel með fréttum af veðri í fyrramálið og eins viðvörunum sem kunna að berast frá almannavörnum og/eða lögreglu. Ef nemendur og forráðamenn meta það svo að ekki sé óhætt að sækja skólann þá skulu þeir tilkynna það til skrifstofu skólans og verða skráð forföll vegna ófærðar. 
30 jan 2015

Gettu betur og Morfís

Þann 12. janúar s.l. mætti glænýtt Gettu betur lið MÍ liði Borgarholtsskóla í spennandi keppni. Leikar fóru svo að nýliðarnir höfðu betur í hraðaspurningunum en lið Borgarholtsskóla náið yfirhöndinni í bjölluspurningum og stóð uppi sem sigurvegari með 21 stigi gegn 16 stigum MÍ-inga. Þar sem lið MÍ var aðeins skipað nýnemum má ætlað að mikils sé af þeim að vænta á næstu árum með aukinni reynslu. LIð MÍ skipuðu þau Friðrik Þórir Hjaltason, Jóhanna María Steinþórsdóttir og Veturliði Snær Gylfason sem öll eru á fyrsta ári.
Þann 23. janúar s.l. mætti Morfís lið MÍ liði FSU á Selfossi. Lið MÍ mætti til keppni á Selfossi með um 15 manna stuðningsmannahópi. Keppnin gekk vel hjá okkar liði en þó fóru leikar svo að FSU vann nauman sigur. Lið MÍ skipuðu þeir Ragnar Óli Sigurðsson, Veturliði Snær Gylfason og Þórður Alexander Úlfur Júlíusson.
30 jan 2015

Úrsögn úr áföngum.

Síðasti dagur sem nemendur geta skráð sig úr áföngum á vorönn er föstudagurinn 30. janúar. Eftir það er úrsögn ekki möguleg. Ef nemandi kýs að hætta í áfanga eftir 30. janúar, lýkur áfanganum með falli.

Aðstoðarskólameistari
12 jan 2015

Skráning í fjarnám (áður P-nám)

Frestur til að skrá sig í fjarnám í áföngum í MÍ rennur út þriðjudaginn 13. janúar. Nemendur þurfa að koma umsóknum til ritara fyrir kl. 16 þann dag, á skrifstofunni eða í tölvupósti.
2 jan 2015

Skólastarf í annarbyrjun

Skólastarf hefst að nýju eftir jólaleyfi, mánudaginn 5. janúar. Nemendur mæta á sal kl. 9 þann dag og að loknu ávarpi skólameistara fá þeir afhentar stundatöflur hjá umsjónarkennurum (nemendur yngri en 18 ára) eða ritara (eldri nemendur). Stundatöflur opna í INNU á  föstudaginn 2. janúar, hafi innritunar- og þjónustugjöld verið greidd. Töflubreytingar hefjast mánudaginn 5. Janúar, kl. 10.10, hjá námsráðgjöfum og aðstoðarskólameistara.
Með ósk um gleðilegt ár og árangursríka samvinnu á önninni.
12 des 2014

Myndir frá Vísindadögum

Myndir frá Vísindadögunum sem haldnir voru í skólanum dagana 4. – 5. desember eru komnar inn á síðuna. Hefðbundið skólastarf var þá brotið upp m.a. með kynningum nemenda á því fjölbreytta starfi sem farið hefur fram í skólanum á haustönninni.

Boðið var upp á stórskemmtilegar sálfræðitilraunir, verklegar æfingar í náttúrufræði og eðlisfræði, þátttöku í uppeldisfræðispili nemenda  ásamt ýmsum kynningum á verkefnum í félagsfræði, landafræði, erfðafræði og íslensku svo eitthvað sé nefnt. Nemendur í lífsleikni kynntu einnig áhugamál sín með mjög áhugaverðum hætti.

Þátttakendur gátu einnig gætt sér á ávöxtum og grænmeti á sérstöku hlaðborði, skoðað Læðuna í krók og kima, en þar er um að ræða rafbíl sem Orkubú Vestfjarða gaf skólanum á sínum tíma. Allir áttu þess einnig kost að leysa vísindaþraut en einn vinningshafi fékk veglegan vinning.  Þá var einnig veitt sérstök viðurkenning fyrir besta verkefni  vísindadaganna  og heppnir þátttakendur voru dregnir út í happdrætti. Nemendafélagið bauð nemendum upp á  kvikmyndakvöld á fimmtudeginum og  tölvuleikjastund á föstudegi eftir að hefðbundinni dagskrá lauk. 

Dagskránni lauk með verðlaunaafhendingu á föstudeginum. Starfsfólki skólans og nemendum bar saman um að vel hefði tekist til og að vísindadagarnir væru vonandi komnir til að vera sem hluti af skólastarfinu.

Allir íbúar skólasamfélagsins, nær og fjær, voru velkomnir í skólann á meðan á Vísindadögunum stóð.

12 des 2014

Myndir frá Vísindadögum

Myndir frá Vísindadögunum sem haldnir voru í skólanum dagana 4. – 5. desember eru komnar hér inn á síðuna. Hefðbundið skólastarf var þá brotið upp m.a. með kynningum nemenda á því fjölbreytta starfi sem farið hefur fram í skólanum á haustönninni.

Boðið var upp á stórskemmtilegar sálfræðitilraunir, verklegar æfingar í náttúrufræði og eðlisfræði, þátttöku í uppeldisfræðispili nemenda  ásamt ýmsum kynningum á verkefnum í félagsfræði, landafræði, erfðafræði og íslensku svo eitthvað sé nefnt. Nemendur í lífsleikni kynntu einnig áhugamál sín með mjög áhugaverðum hætti. 

Þátttakendur gátu einnig gætt sér á ávöxtum og grænmeti á sérstöku hlaðborði, skoðað Læðuna í krók og kima, en þar er um að ræða rafbíl sem Orkubú Vestfjarða gaf skólanum á sínum tíma. Allir áttu þess einnig kost að leysa vísindaþraut en einn vinningshafi fékk veglegan vinning.  Þá var einnig veitt sérstök viðurkenning fyrir besta verkefni  vísindadaganna  og heppnir þátttakendur voru dregnir út í happdrætti. Nemendafélagið bauð nemendum upp á  kvikmyndakvöld á fimmtudeginum og  tölvuleikjastund á föstudegi eftir að hefðbundinni dagskrá lauk. 

Dagskránni lauk með verðlaunaafhendingu á föstudeginum. Starfsfólki skólans og nemendum bar saman um að vel hefði tekist til og að vísindadagarnir væru vonandi komnir til að vera sem hluti af skólastarfinu.

Allir íbúar skólasamfélagsins, nær og fjær, voru velkomnir í skólann á meðan á Vísindadögunum stóð.