13 okt 2015

Viðburðir í tilefni af bleikum október

Á morgun er bleikur dagur í skólanum í tilefni af bleikum október. Kl. 17:00 stendur síðan nemendafélag skólans fyrir styrktarhlaupi. Í boði eru þrjár vegalengdir: 2,5 km, 5 km og 10 km. Í boði er bæði að ganga og hlaupa. Mætum sem flest!
8 okt 2015

Vel heppnuð róðrakeppni

Í morgun fór hin árlega róðrakeppni MÍ fram í einmuna veðurblíðu. Hin ýmsu lið, skipuð nemendum, foreldrum og kennurum, tóku þátt og voru vel hvött áfram af áhorfendum á bryggjunni. Stjórn nemendafélagsins grillaði síðan ofan í mannsskapinn á bryggjukantinum. Eftir æsispennandi keppni kom í ljós að tvö lið voru nánast jöfn og kom því til bráðabana. Þar höfðu Málmhausarnir, nemendur á 2. ári í grunndeild málmiðna, betur gegn karlkyns kennurum MÍ. Á myndasíðunni má sjá myndir frá keppninni. #MÍRÓ
8 okt 2015

Valtímabil fyrir vorönn 2016 byrjað

Valtímabil fyrir vorönn 2016 stendur nú yfir og þarf ali að vera lokið í síðasta lagi miðvikudaginn 14. október. Ef nemandi hefur ekki gengið frá valinu þá, verður litið svo á að hann ætli ekki að koma í skólann á vorönn = enginn gíróseðill = engin stundatafla. 

Nemendur geta leitað aðstoðar hjá námsráðgjafa eða aðstoðarskólameistara við valið. Allar helstu upplýsingar um valið má finna hér hægra megin á heimasíðunni.

7 okt 2015

Róðrakeppnin er á morgun

Róðrakeppnin er á morgun kl. 10:30!
Veðurspáin fyrir morgundaginn er hagstæð og róðrakeppnin mun þá fara fram. Mæting er við litlu bryggjuna hjá Edinborgarhúsinu kl. 10:30. Eftir keppni verður grillað. Mætum og verum virk. Megi besta liðið vinna. #MÍRÓ

21 sep 2015

Tökum þátt í hreyfiviku

Vikuna 21. - 27. september stendur yfir hreyfivika í samstarfi HSV, UMFÍ og Ísafjarðarbæjar. Hreyfivikan er hluti af samevrópsku verkefni og á að minna á gildi hreyfingar og kynna fyrir sem flestum kosti þess að hreyfa sig. Nemendur og starfsmenn MÍ eru hvattir til að taka virkan þátt. Dagskrá hreyfivikunnar má finna á heimasíðu HSV.
18 sep 2015

Dagur íslenskrar náttúru í MÍ

Nemendur í náttúrufræði, líffræði, landafræði og líffæra- og lífeðlisfræði fóru út og unnu verkefni með kennara sínum, Ragnheiði B. Fossdal, í tilefni af Degi íslenskrar náttúru í fyrradag, 16. september. Fleiri myndir sem nemendur tóku má sjá á myndasíðunni, á Facebook og undir #DÍN.
7 sep 2015

Jöfnunarstyrkur - umsóknarfrestur til 15. október

Jöfnunarstyrkur - sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu?

Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is
Hægt er að skrá umsókn á Innu eða netbankanum!

Umsóknarfrestur vegna skólaársins 2015-2016 er til 15. október næstkomandi!

Lánasjóður íslenskra námsmanna, Námsstyrkjanefnd
28 ágú 2015

Vel heppnuð nýnemavika

Í ár hófu 54 nýnemar nám við Menntaskólann á Ísafirði. Þessa vikuna hafa þau verið boðin velkomin í skólann á ýmsan hátt, svo sem með grillveislu í hádeginu á föstudaginn og svokallaðri nýnemaferð að Núpi í Dýrafirði þar sem gist var eina nótt. Nýnemavikunni lýkur svo með dansleik í húsnæði skólans í kvöld. Við bjóðum nýnemana hjartanlega velkomna í MÍ. Við erum ákaflega stolt og ánægð með þau öll og  hlökkum til að kynnast þeim betur.
26 ágú 2015

Nýnemaferð

 

Nýnemaferð Menntaskólans á Ísafirði 27. – 28. ágúst 2015

 

 

Náms- og samskiptaferð að Núpi í Dýrafirði

 

Fimmtudagur:

  • Mæting kl. 8:10
  • Keyrt að Núpi
  • Gönguferð
  • Hádegisverður
  • Leiðsögn um svæðið í kringum Núp  
  • Kaffi, nemendum skipt í hópa til að undirbúa kvöldvöku
  • Kvöldmatur kl. 19:00
  • Nemendur undirbúa kvöldvöku kl. 19:30-20:00
  • Kvöldvaka kl. 20:00, fulltrúar NMÍ koma í heimsókn og kynna félagslífið
  • Svefntími kl. 23:30

 

 

 

Föstudagur:

  • Farið á fætur kl. 9:00
  • Morgunverður kl. 9:00 – 9:45
  • Ratleikur hefst kl. 10:00
  • Brottför frá Núpi kl. 12:00

 

 

NAUÐSYNLEG MINNISATRIÐI:

  • Skólareglur gilda í ferðinni
  • Skólinn greiðir rútuferðir
  • Nemendur greiða fyrir gistingu og fæði
  • Inni í fæði er hádegisverður, miðdegissnarl, kvöldverður og kvöldkaffi á fimmtudag og morgunmatur á föstudag
  • Nemendur taka með sér nesti fyrir fimmtudagsmorgun (ef þörf er á)
  • Kostnaður er 7500 kr.  Nemendur greiða ritara fyrir brottför annað hvort miðvikudaginn 26/8 eða fyrir brottför fimmtudaginn 27/8.
  • Nemendur eiga að hafa með sér kodda, svefnpoka/sæng og lak 
  • Takið með ílát undir ber J
  • Nemendur verða að vera vel klæddir og koma með hlý föt og viðeigandi skófatnað í ferðina

 

 

Eftirtaldir starfsmenn fara með í ferðina:

Emil Ingi Emilsson, Jónas Leifur Sigursteinsson,

Jónína Margrét Guðbjartsdóttir og Kristján Hrafn Bergsveinsson