Fréttir
Valtímabil fyrir vorönn 2016 stendur nú yfir og þarf ali að vera lokið í síðasta lagi miðvikudaginn 14. október. Ef nemandi hefur ekki gengið frá valinu þá, verður litið svo á að hann ætli ekki að koma í skólann á vorönn = enginn gíróseðill = engin stundatafla.
Nemendur geta leitað aðstoðar hjá námsráðgjafa eða aðstoðarskólameistara við valið. Allar helstu upplýsingar um valið má finna hér hægra megin á heimasíðunni.
Róðrakeppnin er á morgun kl. 10:30!
Veðurspáin fyrir morgundaginn er hagstæð og róðrakeppnin mun þá fara fram. Mæting er við litlu bryggjuna hjá Edinborgarhúsinu kl. 10:30. Eftir keppni verður grillað. Mætum og verum virk. Megi besta liðið vinna. #MÍRÓ
Í dag, þriðjudaginn 22. september, eru kennarar MÍ á námskeiði um vendikennslu (e. flipped classroom) frá kl. 13:15. Það er því ekki kennsla í síðustu tveimur kennslustundunum í dag.
Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is
Hægt er að skrá umsókn á Innu eða netbankanum!
Umsóknarfrestur vegna skólaársins 2015-2016 er til 15. október næstkomandi!
Lánasjóður íslenskra námsmanna, Námsstyrkjanefnd