Fréttir
- Skólameistari ræðir um samstarf forráðamanna og skólans
- Kynning á námi nemenda
- Kennarar nýnema kynna sig
- Kynning á INNU og Moodle
- Námsráðgjafi kynnir þjónustu sína
- Kynning á starfsemi foreldrafélagsins
- Dansleikjahald
- Nýnemaferð 24.-25. ágúst – kynning á dagskrá
Þess er vænst að forráðamenn komi á þennan fund ef mögulegt er.
Nýnemaferð Menntaskólans á Ísafirði 24. – 25. ágúst 2016
Náms- og samskiptaferð að Núpi í Dýrafirði
Miðvikudagur:
- Mæting kl. 8:10
- Keyrt að Núpi
- Gönguferð
- Hádegisverður
- Leiðsögn um svæðið í kringum Núp
- Kaffi, nemendum skipt í hópa til að undirbúa kvöldvöku
- Kvöldmatur kl. 19:00
- Nemendur undirbúa kvöldvöku kl. 19:30-20:00
- Kvöldvaka kl. 20:00, fulltrúar NMÍ koma í heimsókn og kynna félagslífið
- Svefntími kl. 23:30
Fimmtudagur:
- Farið á fætur kl. 9:00
- Morgunverður kl. 9:00 – 9:45
- Ratleikur hefst kl. 10:00
- Brottför frá Núpi kl. 12:00
NAUÐSYNLEG MINNISATRIÐI:
- Skólareglur gilda í ferðinni
- Skólinn greiðir rútuferðir
- Nemendur greiða fyrir gistingu og fæði
- Inni í fæði er hádegisverður, miðdegissnarl, kvöldverður og kvöldkaffi á miðvikudag og morgunmatur á fimmtudag
- Nemendur taka með sér nesti fyrir miðvikudagsmorgun (ef þörf er á)
- Kostnaður er 7400 kr.
- Greiða þarf ferðina fyrir brottför. Ritari mun taka við greiðslum allan þriðjudaginn og eftir fundinn með forráðamönnum nýnema
- Nemendur eiga að hafa með sér kodda, svefnpoka/sæng og lak
- Takið með ílát undir ber J
- Nemendur verða að vera klæddir eftir veðri og í viðeigandi skófatnaði
Eftirtaldir starfsmenn fara með í ferðina:
Andrea Sigrún Harðardóttir, Elín Ólafsdóttir og Jónas Leifur Sigursteinsson
Menntaskólinn á Ísafirði býður alla nemendur, kennara og annað starfsfólk velkomið til starfa á haustönn 2016. Upphaf haustannar er með eftirfarandi hætti:
19. ágúst:
Stundaskrár opnast í INNU. Námsgagnalisti nemenda er í INNU og einnig hér.
22. ágúst:
Skólasetning á sal skólans kl. 9:00.
Nýnemakynning í stofu 17 (fyrirlestrarsal að skólasetningu lokinni).
Töflubreytingar fara fram milli kl. 10:00 og 14:00. Nemendur sækja sér númer hjá ritara. Athugið að nýnemar þurfa að öllu jöfnu ekki að fara í töflubreytingar.
23. ágúst:
Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu.
Fundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema í stofu 17 (fyrirlestrarsal) kl. 18:00.
24. ágúst – 25. ágúst:
Nýnemaferð að Núpi í Dýrafirði.
30. ágúst
Skráningu í fjarnám lýkur.
1. september:
Kennsla í fjarnámi hefst.
Kynningarfundur fyrir nemendur með lesblindu kl. 15:15 í stofu 17 (fyrirlestrarsal). Kynning á hljóðbókum og fleiru gagnlegu en nemendur sem hafa aðgang að Hljóðbókasafni Íslands geta nálgast margar af kennslubókum sínum hjá safninu.
2. september
Kennsla í skipstjórnarnámi hefst
12. september
Síðasti dagur til að segja sig úr áfanga á haustönn 2016.