Vikan hér í MÍ hefur borið þess merki að það styttist í jólin. Vikan hófst á jólapeysudegi, keppt hefur verið í piparkökuhúsaskreytingum og jólaspurningakeppni auk þess sem stjórn NMÍ bauð nemendum og starfsfólki upp á heitt kakó við komuna í skólann í gærmorgun. Í dag komu síðan leikskólabörn í heimsókn og dönsuðu með nemendum og starfsfólki í kringum jólatréð. Alla vikuna hefur farið fram samkeppni um best jólaskreytta borðið í Gryfjunni og verða úrslitin tilkynnt í kvöld en þá fagna nemendur og starfsfólk fullveldisdeginum í Félagsheimilinu í Bolungarvík.
Fréttir
Fimmtudaginn 28. nóvember verður haldið skólamálaþing í Menntaskólanum á Ísafirði. Þingið verður með þjóðfundarsniði þar sem nemendur og starfsmenn munu taka fyrir 3 málefni sem tengjast skólanum. Þingið hefst kl. 9:10 og lýkur með að boðið verður upp á góðar veitingar. Skólamálaþingið fer fram í Gryfjunni.
Nýr þjónustusamningur um tölvu- og vefþjónustu fyrir skólann var undirritaður við Snerpu ehf í gær. Þeir Björn Davíðsson framkvæmdastjóri Snerpu og Jón Reynir Sigurvinsson skólameistari skrifuðu undir samninginn og svo skemmtilega vildi til að það var einmitt á 25 ára afmælisdegi Snerpu, þann 25. nóvember. Við óskum Snerpu til hamingju með afmælið og þökkum samstarfið í gegnum árin, sem vonandi verður farsælt hér eftir sem hingað til.
Vísindadagar 2019 voru haldnir 13. og 14. nóvember s.l. Í stað hefðbundinnar kennslu þess daga var fjölbreytt dagskrá í boði. Nemendur kynntu ýmis verkefni sem þeir hafa verið að fást við á önninn, fyrir samnemendum og starfsfólki skólans. Einnig komu góðir gestir í skólann frá rannsóknarsamfélagi Vestfjarða og kynntu rannsóknir og vísindastörf af ýmsum toga. Þátttaka nemenda var mjög góð og skemmtilegt og fræðandi var að fylgjast með kynningum nemenda sem og með kynningum frá rannsóknarsamfélaginu. Í lok Vísindadaga voru veitt verðlaun fyrir áhugaverðar kynningingar og vísindagetraun. Vísindadaganefnd sem skipuð var kennurunum Einari Þór, Júliu og Jóhanni fær kærar þakkir fyrir góðan undirbúning. Einnig er þátttakendum frá rannsóknarsamfélagi Vestfjarða þakkað kærlega fyrir sitt framlag og vonandi mun samstarf halda áfram við skólann á þessum vettvangi. Síðast en ekki síst fá allir nemendur skólans kærar þakkir fyrir góða og virka þátttöku í Vísindadögum.
Á miðvikudaginn 13. og fimmtudaginn 14. nóvember eru Vísindadagar í MÍ en þá fellur hefðbundin kennsla niður og nemendur kynna margvísleg verkefni fyrir samnemendum sínum og starfsfólki. Að þessu sinni verða einnig fjölbreyttar kynningar frá rannsóknarsamfélagi Vestfjarða. Dagskráin hefst með setningu kl. 8.10 í Gryfju á morgun, miðvikudag og eins og sjá má hér er dagskráin metnaðarfull og margt áhugavert í boði. Ávextir verða í boði í löngu frímínútum og skúffukaka við lokaathöfn. Á lokaathöfn verða verðlaun veitt fyrir kynningar, en einnig fyrir vísindagetraun sem verður í gangi á meðan á kynningum stendur.
Góða skemmtun!
Á miðvikudaginn 13. og fimmtudaginn 14. nóvember eru Vísindadagar í MÍ en þá fellur hefðbundin kennsla niður og nemendur kynna margvísleg verkefni fyrir samnemendum sínum og starfsfólki. Að þessu sinni verða einnig fjölbreyttar kynningar frá rannsóknarsamfélagi Vestfjarða. Dagskráin hefst með setningu kl. 8.10 í Gryfju á morgun, miðvikudag og eins og sjá má er dagskráin metnaðarfull og fjölbreytt. Ávextir verða í boði í löngu frímínútum og skúffukaka við lokaathöfn. Á lokaathöfn verða verðlaun veitt fyrir kynningar, en einnig fyrir vísindagetraun sem verður í gangi á meðan á kynningum stendur.
Góða skemmtun!
Seinna lotumat haustannar 2019 er nú aðgengilegt á upplýsingavef framhaldsskóla, INNU, www.inna.is
Nemendur Menntaskólans á Ísafirði fá lotumat tvisvar á önn. Með matinu vill skólinn upplýsa bæði nemendur og foreldra/forráðamenn um stöðu og gengi nemenda í einstökum fögum. Lotumatið felst í því að kennari nemenda í hverri grein metur stöðu nemenda sinna. Eru nemendur metnir á grundvelli þess hversu vel þeir hafa sinnt náminu sem og ástundun og mætingu. Í matinu felast þannig ábendingar til nemenda og foreldra/forráðamanna um hvað vel er unnið og hvar nauðsynlegt er að gera betur.
Lotumatinu er skipt í fjórar einkunnir sem gefnar eru í bókstöfum. Námsmatið er samræmt og eru gefnar einkunnir fyrir árangur í hverri grein:
Einkunn |
Mat |
A |
Ágætt Nám í afar góðum farvegi, nemandi hefur staðið sig vel bæði í verkefnum og á prófum. |
G |
Gott Nám í góðum farvegi, nemandi hefur staðið sig þokkalega bæði í verkefnum og á prófum. |
S |
Sæmilegt Nemandi þarf að bæta námsvinnu. |
O |
Óviðunandi Námsvinnu verulega ábótavant og stefnir í óefni. |
Umsjónarkennarar nýnema ræða við alla sína umsjónarnemendur eftir lotumatið. Nemendur sem koma ekki vel út úr matinu eru kallaðir í viðtal við náms- og starfsráðgjafa.
Föstudaginn 1. nóvember hefst innritunartímabil fyrir nám í MÍ á vorönn. Hægt er að sækja um skólavist með því að smella hér. Á sama tíma hefst innritun í fjarnám fyrir vorönn. Upplýsingar um áfangaframborð, verð og skráningu má finna hér.
Allar frekari upplýsingar um nám gefa Heiðrún Tryggvadóttir áfangastjóri og Stella Hjaltadóttir náms- og starfsráðgjafi.
Nú stendur yfir valtímabil fyrir vorönn 2020 sem lýkur þann 30. október n.k. Með því að smella HÉR geturðu kynnt þér allt um valið en valið sjálft fer fram í gegnum INNU.
Allir nemendur í dagskóla sem ætla að halda áfram námi þurfa að velja áfanga fyrir næstu önn. Ekkert val þýðir engin stundatafla! Fjarnemendur sem ætla að halda áfram fjarnámi við skólann og borga fyrir fjarnámið geta líka valið áfanga.
Kynning á valinu verður í boði í fyrirlestrarsalnum, stofu 17, í upphafi fundartíma fimmtudaginn 24. október og í framhaldi verður boðið upp á aðstoð við valið. Nýnemar geta fengið aðstoð við valið í NÁSS1NN03 auk þess sem umsjónarkennarar geta aðstoðað. Allir nemendur geta auk þess fengið aðstoð við valið hjá áfangastjóra eða náms- og starfsráðgjafa. Hægt er að panta tíma hjá ritara.
Væntanleg útskriftarefni sem ætla að útskrifast í maí 2020 þurfa að panta tíma hjá áfangastjóra eða náms- og starfsráðgjafa til að fara yfir valið.
Dagskólanemendur sem ætla ekki að vera við nám á haustönn þurfa að láta áfangastjóra vita (heidrun@misa.is)
Hin árlega róðrarkeppni MÍ var haldin á Pollinum í dag. Sex lið voru skráð til keppni og var hörð keppni um fysta sætið. Úrslitin urðu þau að karlalið starfsmanna MÍ náði bestum tíma og kom í mark á tímanum 01:01.12. Í öðru sæti var lið foreldra á tímanum 01:04.46 og í þriðja sæti var sigurliðið frá því í fyrra, Georg og félagar, á tímanum 01:06.86. Tími næstu liða var sem hér segir: Kvennarar 01.11:56, King Kong 01:14.91 og 01:21.46. Öll liðin fá kærar þakkir fyrir þátttökuna og sigurvegurum er óskað til hamingju með sigurinn.