Fimmtudaginn 23. nóvember verður lýðheilsudagur í Menntaskólanum á Ísafirði. Dagskráin hefst kl. 9 og lýkur kl. 13:00. Í haust hafa 18 nemendur verið í lýðheilsuáfanga hjá Kolbrúnu Fjólu Arnarsdóttur íþróttakennara þar sem unnið hefur verið að öllu því sem viðkemur viðburði eins og þessum.
Fréttir
Fljótlega fer af stað áfangi sem heitir STERKARI ÉG (HAME1HA01) í umsjón þeirra Auðar Ólafsdóttur og Hörpu Guðmundsdóttur. Í áfanganum kynnast þátttakendur leiðum til að takast á við vandamál og mótlæti sem getur haft truflandi áhrif í daglegu lífi. Áhersla er lögð á að skoða hvernig hugsanir, hegðun og líðan tengjast og hvernig þátttakendur geta nýtt sér þá tengingu til að efla sig í leik og starfi. Áhugasamir hafi samband við Stellu námsráðgjafa (stella@misa.is)
Innritun í nám á vorönn 2018 stendur yfir. Nemendur sem hyggja á nám í dagskóla sækja um í gegnum Menntagátt á slóðinni www.inna.is/framhaldsskolaumsokn. Nemendur sem vilja stunda fjarnám í MÍ á vorönn 2018 sækja um í gegnum heimasíðu skólans. Skráning fer fram hér.
Í fundartímanum í morgun bauð stjórn nemendafélagsins upp á afar áhugaverðan fyrirlestur Veigu Grétarsdóttur. Veiga sem er gamall MÍ-ingur fæddist í karlmannslíkama og í áratugi háði hún baráttu við sjálfa sig en ákvað loks að hefja kynleiðréttingarferli. Við þökkum Veigu fyrir fróðlegan fyrirlestur og greið svör við fjölda spurninga sem hún fékk frá nemendum og starfsfólki.
Við vekjum athygli á að Samtökin '78 bjóða upp á ráðgjöf fyrir alla þá sem eru að koma út sem trans, sem samkynhneigð/tvíkynhneigð/pankynhneigð/asexúal eða eru í óvissu um kynhneigð eða kynvitund. Lesa má nánar um þá ráðgjöf á heimasíðu samtakanna.
Hver framhaldsskóli skal með kerfisbundnum hætti meta árangur og gæði skólastarfsins. Virkt innra mat skal samofið annarri starfsemi skóla og skal skapa forsendur fyrir markvissu mati á árangri og leiðum að markmiðum skóla. Innra mat skal vera umbótamiðað og ná til allra helstu þátta skólastarfsins. Það skal stuðla að aukinni vitund um mikilvægi gæða í öllu starfi.
Tryggja skal virka þátttöku starfsmanna, foreldra, nemenda og skólaráðs í innra mati, eftir því sem við á. Innra mat skal byggja á fjölbreyttum gögnum sem taka mið af viðfangsefnum hverju sinni.
Framhaldsskólar skulu birta opinberlega og á aðgengilegan hátt, á heimasíðu sinni eða með öðrum hætti, upplýsingar um framkvæmd innra mats, helstu niðurstöður og umbótaáætlun. Einnig skal gera grein fyrir tengslum matsins við skólanámskrá og stefnu skólans.
Sjálfsmatsnefnd skólans sem sinnir innra mati hefur nú lokið skýrslu fyrir skólaárið 2016-2017. Skýrsluna má finna hér á heimasíðunni.
Við vekjum athygli á auglýsingu frá Iðunni um sveinspróf sem eru framundan:
Sveinspróf í eftirtöldum iðngreinum verða haldin í desember, janúar, febrúar og mars ef næg þátttaka næst.
- Í matreiðslu, framreiðslu, bakaraiðn og kjötiðn
11.- 15. desember. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember. - Í byggingagreinum í desember – janúar.
Umsóknarfrestur er til 1. nóvember - Í málmiðngreinum í febrúar - mars.
Umsóknarfrestur til 15. janúar 2018 - Í snyrtifræði í febrúar.
Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2018 - Í bifvélavirkjun í febrúar.
Umsóknarfrestur er til 1. desember. - Í hársnyrtiiðn í mars.
Umsóknarfrestur til 15. janúar 2018.
Nánari dagsetningar verða birtar á vef IÐUNNAR fræðsluseturs um leið og þær liggja fyrir. Með umsókn skal leggja fram afrit af námssamningi, lífeyrissjóðsyfirlit og burtfararskírteini með einkunnum eða staðfestingu skóla á því að nemi muni útskrifast í desember 2017. Kostnaður próftaka s.s. efniskostnaður er mismunandi eftir iðngreinum.