14 feb 2017

MÍ mætir ML í 8 liða úrslitum Morfís

Á fimmtudaginn mætir MORFÍS lið MÍ Laugvetningum í átta liða úrslitum MORFÍS. MÍ keppir heima að þessu sinni og keppnin fer fram í Gryfjunni og hefst kl. 20. Keppendur MÍ hafa staðið í ströngu undanfarna daga við undirbúning og ræðuskrif. Við hvetjum nemendur, starfsfólk skólans og bæjarbúa til að mæta á keppnina og hvetja MÍ-inga áfram.
8 feb 2017

Keppni MÍ lokið í Gettu betur.

MÍ lauk keppni í Gettu betur í gær þegar firnasterkt lið FG lagði lið MÍ en lokatölur voru 21-35 fyrir FG. Okkar krakkar lögðu á sig mikla vinnu við æfingar og stóðu sig vel í keppninni þetta árið þrátt fyrir tapið í gær. Það gengur bara betur á næsta ári.
7 feb 2017

Önnur umferð Gettu betur í kvöld

Í kvöld mætir Gettu betur lið MÍ þau Ína Guðrún, Kolbeinn og Veturliði, Fjölbrautarskólanum í Garðabæ í annarri umferð Gettu betur 2017. Viðureigninni verður útvarpað á Rás2 og hefst hún klukkan 20. Það lið sem ber sigur úr býtum mun komast áfram í 8 liða úrslit í sjónvarpi í lok mánaðarins. Við óskum Ínu Guðrúnu, Kolbeini og Veturliða góðs gengis í kvöld. Áfram MÍ!
3 feb 2017

MÍ mætir FG í annarri umferð Gettu betur.

Dregið hefur verið í 16 liða úrslitum í Gettu betur. Lið MÍ mun mæta liði Fjölbrautaskólans í Garðabæ og fer viðureignin fram á rás2 þriðjudaginn 7. febrúar.Lið FG komst áfram í aðra umferð sem eitt þriggja stigahæstu tapliðanna. Áfram MÍ!
30 jan 2017

MÍ komið áfram í Gettu betur

MÍ er komið áfram í 2. umferð í Gettu betur. Liðið lagði fyrr í kvöld lið Verkmenntaskóla Austurlands, 24-18. Til hamingju með flottan árangur Ína Guðrún, Kolbeinn Sæmundur, Veturliði Snær og Ingunn Rós þjálfari.
27 jan 2017

Gettu betur 2017

Keppni í Gettu betur hefst á Rás 2 mánudaginn 30. janúar. Fyrsta viðureignin þetta árið er viðureign MÍ og VA. Lið MÍ skipa þau Ína Guðrún Gísladóttir, Kolbeinn Sæmundur Hrólfsson og Vetuliði Snær Gylfason. Í fyrra komst lið MÍ sem kunnugt er í fyrsta sinn áfram í 3. umferð og þar með í sjónvarpskeppnina. Liðið í ár stefnir að sjálfsögðu að sama marki og er þeim óskað góðs gengis í keppninni á mánudaginn.
26 jan 2017

Sólinni fagnað

Eins og aðrir hér um slóðir fögnuðum við í MÍ sólarkomunni í dag. Nemendur og starfsmenn komu saman á sal, glöddust og gæddu sér á sólarkaffi í umsjón nemenda á þriðja ári.
 
20 jan 2017

Skráning í útskrift og úrsögn úr áföngum


Nemendur eru minntir á að síðasti frestur til að skrá sig úr áföngum er fimmtudagurinn 26. janúar. Ef nemendur ákveða að hætta í áfanga eftir þessa dagsetningu fá þeir skráð fall í áfanganum.

Þann 26. janúar er einnig lokafrestur til að skrá sig í útskrift hjá ritara, en útskrifað verður 27. maí.


3 jan 2017

Upphaf vorannar

Menntaskólinn á Ísafirði óskar nemendum, starfsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegs árs, með þökk fyrir samstarfið á árinu 2016.

Skólastarf á vorönn hefst þann 5. janúar kl. 9 með samverustund á sal. Töflubreytingar hefjast hjá áfangastjóra og námsráðgjafa kl. 10 og standa til kl. 14 en nemendur sækja sér fyrst númer hjá ritara. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá föstudaginn 6. janúar kl. 8.10. Opnað verður fyrir stundatöflur nemenda í INNU þann 4. janúar. Heimavistin verður opin frá 4. janúar og nýir heimavistarbúar þurfa að hitta fjármálastjóra 5. janúar og skrifa undir samning. Mötuneyti skólans verður opið frá 5. janúar.

Með ósk um gott gengi á vorönn 2017!