2 maí 2022

Samkomulag við Vinnumálastofnun um fræðslu fyrir nemendur á starfsbraut

Nú á dögunum gerðu Vinnumálastofnun og Menntaskólinn á Ísafirði með sér samning um fræðslu fyrir nemendur á 3. og 4. ári starfsbrautar. Í samningnum felst að Vinnumálastofnun býðst til að koma inn með fræðslu fyrir nemendurna og framkvæmd og útfærsla verkefnisins er samkomulag á milli skólans og Vinnumálastofnunar.

Samningurinn kemur í kjölfar samnings Félagsmálaráðuneytis og Vinnumálastofnunar um verkefnið ráðning með stuðningi. Aðdragandi þessa verkefnis eru tillögur verkefnahóps um úrbætur í menntun, atvinnu og tómstundum fyrir rnemendur sem hafa lokið starfsbrautum framahaldsskóla og birtar voru í desember 2020. 

19 apr 2022

Ungir frumkvöðlar - JA Iceland 2022

Í byrjun apríl tóku þrjú lið frá MÍ þátt í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla - JA Iceland. Allir þátttakendur eru nemendur í áfanganum HUGN1HN05 en Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir kennari lista- og nýsköpunargreina er kennari í áfanganum. Liðin mættu ásamt kennara sínum í Smáralindina þann 1. apríl s.l. og settu upp sýningarbása fyrir verkefnin sín, en alls voru það 600 nemendur frá 14 framhaldsskólum sem mæettu til leiks með 124 fyrirtæki sem kynntu og seldu vörur sínar og þjónustu. 

Fyrirtæki nemendanna frá MÍ voru hvert öðru áhugaverðara en þetta eru fyrirtækin Ást í kringum Ísland, sjá nánar á  https://www.instagram.com/ast_i_kringum_island/BYBR.IM, sjá nánar á https://www.instagram.com/bybr.im/og Hundagarðurinn á Hauganesi, sjá nánar á  https://www.instagram.com/hundagardurhauganes/

Eitt þessara fyrirtæka, Hundagarðurinn á Hauganesi er komið áfram í úrslit 35 fyrirtækja en í því felst viðtal við dómara og 4 mínútna kynning ásamt skilum á lokaskýrslu og myndböndum. Aðstandendum Hundagarðsins á Hauganesi er óskað innilega til hamingju með árangurinn og verður spennandi að fylgjast með framhaldinu hjá liðinu. Stofnendur fyrirtæksins má sjá á myndinni hér fyrir neðan í básnum sínum í Smáralind. Frá vinstri: Jón Karl Ngosanthiah Karlsson, Jóhanna Ýr Barðadóttir, Halla María Ólafsdóttir, Viktoría Rós Þórðardóttir, Snæfríður Lillý Árnadóttir og Weronika Anikiej.

 

21 mar 2022

Langar þig í háskólanám?

Kíktu í Gryfjuna í MÍ fimmtudaginn 24. mars kl. 10:30 - 12:30.

Háskóladagurinn heimsækir Ísafjörð og verða nemendur og starfsfólk háskólanna á staðnum til að kynna námsframboð og svara spurningum um námsleiðir og háskólalífið.

Allir eru velkomnir á kynninguna. 

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu og samfélagsmiðlum:

www.haskoladagurinn.is
https://www.facebook.com/events/715624843141780

 

11 mar 2022

Frumsýning á Sólrisuleikriti LMÍ

Leikfélag nemendafélags MÍ frumsýnir leikritið Ekki um ykkur eftir Gunnar Gunnsteinsson í Edinborgarhúsinu kl. 20 í kvöld. Æfingar hafa staðið yfir frá því í lok janúar og gengið vel. Það verður spennandi að sjá afraksturinn en leikritið verður sýnt áfram um helgina og alla næstu viku. Sýningar hefjast kl. 20 og nánari upplýsingar eru á síðu leikfélagsins leikfelaglmi.is  Leikstjóri er Gunnar Gunnsteinsson. Meðfylgjandi myndir voru teknar á æfingu fyrir skömmu, ljósmyndari er Ágúst Atlason (Gusti Productions). 

7 mar 2022

Gestir frá Lycée Ste Marie du Port í MÍ

Þessa dagana eru góðir gestir hjá okkur í MÍ. Þetta er hópur 23 nemenda frá samstarfsskóla okkar Lycée Ste Marie du Port í bænum Les Sables d´Olonne á vesturströnd Frakklands. Með nemendum í för eru þrír starfsmenn skólans og hópurinn verður á Ísafirði í eina viku. Nemendur í MÍ munu svo endurgjalda heimsóknina eftir tvær vikur en þá heldur hópur þeirra ásamt kennurum til Frakklands. Dagarnir á Ísafirði og í nágrannabæjunum verða nýttir til skoðunarferða og í verkefnavinnu. Frönsku nemendurnir mæta einnig í kennslustundir í skólanum auk þess að kynnast og taka þátt í fjölskyldulífi gestgjafa sinna úr hópi MÍ-inga. Í dag var útivistardagur eftir skóla þar sem krakkarnir fóru í göngutúr og skelltu sér á sleða. 

4 mar 2022

Verkefni Stígamóta - Sjúk ást

Sjúkást er forvarnaverkefni gegn kynferðisofbeldi fyrir unglinga sem hefur það að markmiði að fræða ungmenni um heilbrigð sambönd, mörk og samþykki.

Sjá nánar á sjukast.is

 

 

4 mar 2022

Fjölbreyttar smiðjur á Gróskudögum

Margar skemmtilegar smiðjur voru í boði fyrir nemendur á Gróskudögum þetta árið. Hægt var að velja um var að vinna í málmsuðu, tefla víkingaskák, kynna sér dulspeki, hnýta hnúta, flétta hár, fræðast um snjóflóð, prenta á taupoka, mála listaverk á veggi, flaka fisk, keppa í boccia, pool og skutlukasti og margt fleira. Þátttaka í smiðjum var góð og hér eru nokkrar myndir sem fönguðu stemmninguna.

 

1 mar 2022

Gróskudagar 2022

Eins og hefð er fyrir þá eru tveir dagar í Sólrisuvikunni með óhefðbundna kennslu í dagskóla MÍ. Þessa daga eru nemendur á ferð og flugi um skólann og taka þátt í ýmsum skemmtilegum og fróðlegum smiðjum. Dagskrá Gróskudgaga 2022 má skoða hér.