Nú styttist í upphaf haustannar. Skrifstofa skólans opnaði eftir sumarfrí 6. ágúst sl. og starfsdagar verða 15. og 16. ágúst. Nýnemar mæta í skólann 19. ágúst en kennsla hefst svo þriðjudaginn 20. ágúst að lokinni skólasetningu. Helstu upplýsingar varðandi skólabyrjun fylgja hér:
16. ágúst kl. 08:00: Opnað fyrir stundatöflu og bókalista í INNU
Stundatöflur verða aðgengilegar í INNU föstudaginn 16. ágúst og þá verður einnig hægt að óska eftir töflubreytingum. Töflubreytingum lýkur 23. ágúst. Töflubreytingar eru rafrænar og fara fram í INNU. Hægt er að óska eftir aðstoð við töflubreytingar hjá aðstoðarskólameistara, áfangastjóra og námsráðgjafa og er hægt að panta tíma hjá þeim hér.
18. ágúst: Heimavist opnar
Heimavistin opnar fyrir íbúa heimavistar. Vistarstjórar taka á móti íbúum, sími vistarstjóra er 842 2440.
19. ágúst kl. 10:00: Nýnemadagur
Mánudaginn 19. ágúst frá kl. 10:00-14:00 er nýnemadagurinn sem er skóladagur eingöngu fyrir nýnema. Mæting í fyrirlestrasal, stofu 14. Gengið er inn um anddyri skólans á neðri hæð bóknámshússins og þar mun starfsfólk skólans taka á móti þér. Þau sem eiga tölvu eru beðin um að taka hana með sér. Öllum nýnemum verður boðið í mat í mötuneytinu í hádeginu.
19. ágúst kl. 15:00: Kynning fyrir nýja nemendur (nemendur fæddir 2007 og fyrr)
Kynningarfundur fyrir nýja nemendur. Mæting í fyrirlestrasal, stofu 14. Gengið er inn um anddyri skólans á neðri hæð bóknámshússins og þar mun starfsfólk skólans taka á móti þér. Þau sem eiga tölvu eru beðin um að taka hana með sér.
20. ágúst kl. 09:00: Skólasetning
Skólasetning verður í Gryfjunni (gengið inn um anddyri skólans á neðri hæð bóknámshússins). Kennsla hefst skv. stundaskrá að skólasetningu lokinni.
26. ágúst kl. 17:30: Fundur með forsjáraðilum
Fundur um námsskipulag og starfshætti MÍ fyrir forsjáraðila. Fundurinn verður í fyrirlestrasal skólans, stofu 14. Gengið er inn um anddyri skólans á neðri hæð bóknámshússins og þar mun starfsfólk skólans taka á móti forsjáraðilum. Fundurinn verður líka á Teams fyrir þá sem búa ekki nálægt skólanum. Eftir fundinn verður forsjáraðilum boðið upp á súpu í mötuneyti skólans.