27 nóv 2020

Vikan 30. nóv. - 4. des.

Kæru nemendur,

nú er bara ein og hálf kennsluvika eftir af önninni og þá taka við sex námsmatsdagar. 

Fyrirkomulag skólastarfsins sem kynnt var í síðustu viku gildir til annarloka:

Vinnustofur nýnema í bóknámi og NÁSS verða á þriðjudag og fimmtudag í skólanum. 

NEMENDUR Í BÓKNÁMI: Bóknám verður áfram í fjarkennslu á Teams en kennarar láta nemendur vita með fyrirvara ef einhverjar kennslustundir verða í skólahúsnæðinu.

NEMENDUR Í VERKNÁMI: Verknámskennsla verður áfram samkvæmt stundatöflu í skólahúsnæðinu.

NEMENDUR Á STARFSBRAUT: Starfsbrautarkennsla verður áfram samkvæmt stundatöflu í skólahúsnæðinu.

Bókasafnið í skólanum verður opið út önnina. Geta nemendur nýtt sér þjónustu safnsins í samráði við safnvörð sem verður á staðnum. Fjöldatakmarkanir og reglur um sóttvarnir gilda á bókasafninu eins og í skólanum og er mikilvægt að allir fylgi þeim.

Nemendaþjónusta við nemendur er með sama sniði og verið hefur. Nemendur geta bókað tíma hjá náms- og starfsráðgjafa eða áfangastjóra HÉR. Við hvetjum nemendur til að leita til námsráðgjafa með allt sem snýr að náminu.

SÓTTVARNIR: Allir þurfa að huga að sínum persónubundnu sóttvörnum. Nauðsynlegt er að spritta sig við komuna inn í skólahúsnæðið og grímuskylda er þegar ekki er hægt að tryggja 2 m fjarlægðarmörk.

 

Gangi ykkur öllum áfram vel

og endilega hafið samband við skólann ef það eru einhverjar spurningar.

Þessi skrítna önn er alveg að verða búin! 

 

 

27 nóv 2020

Landskeppni í líffræði

Landskeppni framhaldsskólanna í líffræði var haldinn fyrir skemmstu. 

Nokkrir nemendur MÍ tóku þátt og er þetta í fjórða sinn sem nemendur MÍ taka þátt í keppninni. 

Prófið er samið samkvæmt áherslum ólympíuleikanna í líffræði og byggir á alþjóðlegu námsefni fyrir framhaldsskóla. Keppnin fer fram samtímis um land allt. 

Ragnheiður Fossdal er líffræðikennari Menntaskólans á Ísafirði og hefur hún haldið utan um undirbúning og þátttöku nemenda MÍ í keppninni. 

Af þeim nemendum MÍ sem tóku þátt í ár stóð Karólína Mist Stefánsdóttir sig best og hlaut hún að launum glænýja útgáfu af líffræðibókinni Biology - a global approach eftir Campbell o.fl. 

Hildur Halldórsdóttir aðstoðarskólameistari afhenti Karólínu Mist bókina. 

 

 

20 nóv 2020

Vikan 23. - 27. nóv.

Nú eru tvær og hálf kennsluvika eftir af önninni og þá taka við sex námsmatsdagar. Önnin er sem sagt að verða búin en við þurfum að klára hana! Nú skiptir miklu máli að gefast ekki upp. Ef þú ert í vandræðum ekki hika þá við að leita til okkar í MÍ. Það eru allir, kennararnir þínir, námsráðgjafi og stjórnendur, tilbúnir að aðstoða.

Það fyrirkomulag skólastarfsins sem hér er kynnt gildir til annarloka. 

NÝNEMAR Í BÓKNÁMI:

Það er mat okkar í MÍ að mikilvægt sé að nýnemar hafi tök á að mæta í skólann til að geta sinnt náminu. Næstu þrjá þriðjudaga og tvo fimmtudaga verða vinnustofur fyrir nýnema í bóknámi. Nemendur í verknámi eru velkomnir í slíkar vinnustofur ef þær passa í stundatöfluna þeirra. Kennsla í NÁSS1NN03 fer fram í staðnámi þessa fimm daga. Athugið að kennsla utan þessara tíma verður á Teams eins og verið hefur.

Formið á vinnustofum fyrir nýnemana er þannig að nýnemahópnum er skipt í tvennt og fer skiptingin eftir því hvort þeir eru í hópi 1 eða 2 í áfanganum NÁSS1NN03. Hópur 1 verður með aðstöðu í stofu 4 og hópur 2 verður með aðstöðu í stofum 5 og 6. Nemendur mæta skv. meðfylgjandi töflu og þar má líka sjá í hvaða námsgreinum vinnustofurnar eru og hvenær. Kennarar viðkomandi námsgreina munu mæta í vinnustofurnar og aðstoða nemendur eftir því sem þörf er á. Nemendur sem þurfa að bíða eftir almenningssamgöngum til að komast heim geta verið í sínum stofum.

  

SÓTTVARNIR: Allir þurfa að huga að sínum persónubundnu sóttvörnum. Nauðsynlegt er að spritta sig við komuna inn í skólahúsnæðið og grímuskylda er þegar ekki er hægt að tryggja 2 m fjarlægðarmörk.

 

NEMENDUR Í BÓKNÁMI:

Bóknám verður áfram í fjarkennslu á Teams en kennarar láta nemendur vita með fyrirvara ef einhverjar kennslustundir verða í skólahúsnæðinu.

 

NEMENDUR Í VERKNÁMI:

Verknámskennsla verður áfram samkvæmt stundatöflu í skólahúsnæðinu.

 

NEMENDUR Á STARFSBRAUT:

Starfsbrautarkennsla verður áfram samkvæmt stundatöflu í skólahúsnæðinu.

 

Þessar upplýsingar um fyrirkomulag út önnina er einnig að finna í fréttabréfinu sem sent var út til allra nemenda föstudaginn 20. nóvember:

SJá HÉR 

15 nóv 2020

Vikan 16. - 20. nóv.

Þriðjudaginn 17. nóvember rennur út núgildandi reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar.

Föstudaginn 13. nóvember var kynnt hvaða breytingar eru fyrirhugaðar þann 18. nóvember n.k.

Fyrstu viðbrögð okkar við þeim fréttum eru að líklega verða ekki miklar breytingar á skólastarfi en við vitum það betur þegar reglugerðin hefur verið gefin út. Ef ástæða verður til breytinga fáið þið upplýsingar um það mánudaginn 16. nóv. eða þriðjudaginn 17. nóv. 

8 nóv 2020

Vikan 9. - 13. nóv.

Kennsla vikuna 9. - 13. nóv. í MÍ

Nú er farið að síga á seinnihluta annarinnar og eru bara rúmar fjórar vikur eftir af kennslu á önninni. Næsta vika verður vonandi síðasta vikan í ströngu skólahaldi. Reglugerðin sem nú er í gildi rennur út 17. nóvember og ef allt fer á besta veg verða vonandi tilslakanir í framhaldinu.

Námsmatsdagur verður á miðvikudaginn. Þá er ekki reglubundin kennsla en hugsanlega eru nemendur boðaðir í skólann/á Teams til að ljúka verkefnum eða taka sjúkrapróf. Kennarar hafa þá upplýst nemendur um það. Lotumat 2 verður birt á fimmtudaginn. 

Á fundartíma á fimmtudaginn, 12. nóv. kl. 11.05, verður skólafundur á Teams með öllum nemendum og starfsfólki skólans þar sem við förum yfir stöðuna og ræðum saman um skólastarfið. Slóð verður send á fundinn með tölvupósti. 

Í næstu viku verður fyrirkomulag kennslu eins og í síðustu viku.

  • Allt bóknám verður á Teams.
  • Kennsla í verknámi verður óbreytt, nemendur fá upplýsingar frá kennurum um fyrirkomulag. 
  • Kennsla á starfsbraut helst óbreytt.


Einstaka nemendur þurfa að mæta skv. stundatöflu nema annað komi fram frá kennurum á Moodle. Það eru nemendur í eftirtöldum áföngum:

  • EFNA3EJ05 stofa 7, kennari: Jónas Þór Birgisson
  • KVMG1IK05 stofa 10-12, kennari: Einar Þór Gunnlaugsson
  • TÓNL1HS05 stofa 8, kennari: Andri Pétur Þrastarson

Nú sem áður er mikilvægt að sinna persónubundnum sóttvörnum. Alls staðar þarf að halda 2 metra fjarlægð og grímuskylda er áfram í skólanum.

Fyrir helgi sendi námsráðgjafi öllum nemendum hvatningarorð sem við hvetjum ykkur til að skoða. 

Ef þið hafið einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við skólann.

Gangi ykkur öllum vel í komandi kennsluviku og sjáumst á skólafundi á fimmtudaginn. 

6 nóv 2020

Skráning í nám fyrir vorönn 2021

Skráning í dagskóla, dreifnám og fjarnám á vorönn 2021 er hafin. 

Skráning í dagskóla og dreifnám á vorönn stendur til 30. nóvember. 

Skráning í iðnmeistaranám til 10. desember.

Skráning í fjarnám á vorönn stendur til 5. janúar. 

Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur vel það fjölbreytta nám og námsleiðir sem eru í boði í MÍ.

Endilega hafið samband við áfangastjóra skólans, Heiðrúnu Tryggvadóttur heidrun@misa.is, ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi námið og námsleiðir. 

Við hlökkum til að sjá ykkur í MÍ á næstu önn. 

Smellið hér fyrir skráningu í nám á vorönn 2021.

6 nóv 2020

Dagbjört Ósk nemandi MÍ er sigurvegari smásagnasamkeppni KÍ 2020

Úrslit í Smásagnasamkeppni KÍ 2020 hafa verið birtar og þær gleðifréttir borist Menntaskólanum á Ísafirði að sigurvegarinn í flokki framhaldsskólanema er nemandi á 3. ári í MÍ, Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir.
 
Dagbjört Ósk hlýtur verðlaunin fyrir smásögu sína Hver er ég eiginlega? Í umsögn dómnefndar um söguna kemur fram að „Þessi saga er yfirveguð og hörð árás á heimskulegar staðalímyndir sem oft eru framhaldsskólanemum erfiðar''.
 
Við óskum Dagbjörtu Ósk innilega til hamingju með verðlaunin.
 
Sagan verður birt í næsta tölublaði Skólavörðunnar, tímariti KÍ.
 
 
Nánar um úrslit Smásagnasamkeppni KÍ 2020 er að finna HÉR 
 
3 nóv 2020

Veforðabókin Snara

Kæru nemendur, 

veforðabókin Snara er gott hjálpartæki í náminu og hafa margir nemendur nýtt sér hana á skólaneti MÍ. 

Í fjarnáminu (á öðru neti en skólanetinu) býðst nemendum MÍ ársáskrift að Snöru á 990 kr. 

Hægt er að fá áskriftina á þessu tilboði með innskráningu í gegnum Microsoft office 365 og MÍ netfangi. 

Við hvetjum nemendur til að nýta sér þetta tilboð til að hafa aðgang að góðri veforðabók heimavið.

Leiðbeiningar um innskráningu í áskrift er að finna

HÉR

 

2 nóv 2020

RÚV fjallar um 50 ára afmæli MÍ

Halla Ólafsdóttir dagskrárgerðarkona á RÚV heimsótti MÍ í tilefni af 50 ára afmæli skólans og ræddi við Heiðrúnu Tryggvadóttur áfangastjóra. RÚV birti einnig afmælismyndband skólans af því tilefni á vefsíðu RÚV.

Fréttina og innslagið má skoða hér á vef RÚV.

 

1 nóv 2020

Fyrirkomulag kennslu vikuna 2. - 6.nóv.

Kæru nemendur,

nú er ljóst að hertar sóttvarnaraðgerðir munu gilda til og með 17. nóvember.

Við munum halda áfram með allt bóknám á Teams. Eina breytingin verður sú að frá og með morgundeginum, 2. nóv., verður NÁSS einnig eingöngu kennt á TEAMS.


Kennsla í verknámi helst óbreytt að mestu en nemendur munu fá upplýsingar frá kennurum þar sem um breytt fyrirkomulag verður að ræða vegna hópastærða.

Kennsla á starfsbraut helst óbreytt.


Einstaka nemendur þurfa að mæta skv. stundatöflu nema annað komi fram frá kennurum á Moodle. Það eru nemendur í eftirtöldum áföngum:

• EFNA3EJ05 stofa 7, kennari: Jónas Þór Birgisson
• KVMG1IK05 stofa 10-12, kennari: Einar Þór Gunnlaugsson
• TÓNL1HS05 stofa 8, kennari: Andri Pétur Þrastarson

Nú sem áður er mikilvægt að sinna persónubundnum sóttvörnum. Alls staðar þarf að halda 2 metra fjarlægð og grímuskylda er áfram í skólanum.

Nú er ljóst að um langhlaup er að ræða. Við getum þetta öll saman, förum varlega, og hugsum vel um okkur og alla í kringum okkur.

Ef þið hafið einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við skólann.

Gangi ykkur öllum vel í komandi kennsluviku.