Í ljósi nýjustu frétta verða nánari upplýsingar veittar um leið og ný reglugerð um skólahald kemur út um helgina. Hertar aðgerðir gætu haft einhver áhrif á skólahald næstu viku. Fylgist vel með tölvupóstum og heimasíðu skólans.
Fréttir
#MÍ50ára
Í dag eru 62 ár síðan fyrsti formlegi fundur um stofnun menntaskóla á Ísafirði var haldinn, 12 árum áður en skólinn var stofnaður.
Úr skjalasafninu - fundargerð fyrsta fundar um stofnun menntaskóla á Ísafirði frá 28. október 1958.
1. fundur
(af Oddfellowstúkunni Gesti, Ísafirði)
nefndar, sem kosin var til þess að vinna að stofnun menntaskóla á Ísafirði var haldinn á skrifstofu Jóhanns Gunnars Ólafssonar, bæjarfógeta, þriðjudaginn 28. október 1958.
Mættir voru allir nefndarmennirnir.
Samþykkt var að leita eftir samvinnu eftirtalinna félaga á Ísafirði, til þess að gangast fyrir stofnun menntanskóla á Ísafirði fyrir Vestfirðingafjórðung: Frímúrarastúkunnar, Iðnaðarmannafélags Ísafjarðar, Kvenfélagsins ,,Ósk”, Kvenfélagsins ,,Hlíf”, Lionsklúbbsins og Rótarýklúbbsins. Ákveðið var, að fyrirgreindum félögum yrði send greinargerð um málið.
Fleira ekki gert.
Guðjón Kristinsson
Jóh. Gunnar Ólafsson
Rögnv. Jónsson
Kæru nemendur,
takk fyrir góða mætingu á skólafundinn á fimmtudaginn þar sem umræðuefnin voru valið framundan og nám á tímum Covid.
Vikan framundan verður óbreytt frá síðustu viku. Núverandi sóttvarnaraðgerðir um skólahald gilda til 10. nóvember og fram er grímuskylda fyrir alla sem koma í skólahúsnæðið.
Við vekjum athygli á að valtímabil stendur nú yfir en því lýkur miðvikudaginn 28. okt. Þið getið nálgast allar upplýsingar um valið hér. Hægt er að fá aðstoð við valið hjá áfangastjóra og náms- og starfsráðgjafa. Aðstoðin getur verið í gegnum tölvupóst, síma, á skrifstofu eða á Teams, allt eftir hvað hentar ykkur. Hægt er að panta tíma hjá ritara eða með því að smella hér
Ekki vinna of mikið
Margir nemendur vinna með námi. Mikilvægt er að nemendur fari ekki að vinna meira á meðan þetta Covid-skólaástand stendur. Námið þarf að ganga fyrir og það er jafnmikil mætingaskylda í kennslustundir á Teams eins og kennslu í skólastofu.
Vikulega upplýsingapóstinn til nemenda er að finna hér.
Kæru nemendur
nú er komið að vali fyrir vorönn 2021.
Valið en valið sjálft fer fram í gegnum INNU.
Allir nemendur í dagskóla sem ætla að halda áfram námi þurfa að velja áfanga fyrir næstu önn. Ekkert val þýðir engin stundatafla! Nemendur þurfa að velja 1 áfanga í varaval.
Fjarnemendur sem ætla að halda áfram fjarnámi við skólann og borga fyrir fjarnámið geta líka valið áfanga.
Kynning á valinu verður í boði í á Teams, í upphafi fundartíma fimmtudaginn 24. október og í framhaldi verður boðið upp á aðstoð við valið. Nýnemar fá aðstoð við valið í NÁSS1NN03. Allir nemendur geta auk þess fengið aðstoð við valið hjá áfangastjóra eða náms- og starfsráðgjafa. Hægt er að panta tíma hjá ritara eða með því að smella hér.
Væntanleg útskriftarefni: Nemendur sem ætla að útskrifast í maí 2021 þurfa að panta tíma hjá áfangastjóra eða náms- og starfsráðgjafa til að fara yfir valið. Hægt er að panta tíma hjá ritara eða með því að smella hér.
Dagskólanemendur sem ætla ekki að vera við nám á haustönn þurfa að láta áfangastjóra vita (heidrun@misa.is)
Allar frekari upplýsingar um fyrirkomulag vals og áfanga í boði er að finna hér:
Nú er ljóst að búið er að framlengja sóttvarnaraðgerðir hvað varðar skólahald til 10. nóvember.
Það þýðir að fyrirkomulag varðandi kennslu í MÍ verður áfram eins og það var vikuna fyrir haustfrí.
Eina breytingin er sú að í stað 1m reglu gildir nú 2m regla um land allt. Áfram verður grímuskylda fyrir alla sem koma í skólahúsnæðið.
Allar upplýsingar um fyrirkomulag kennslu hafa verið sendar út til nemenda með tölvupósti og er að finna HÉR.
HÉR er nýja reglugerðin sem gildir frá og með 20. október til 10. nóvember.
Kæru nemendur,
við í MÍ erum mjög stolt af því hvað þið hafið tekið breytingum á skólastarfinu af mikilli yfirvegun. Við vitum að fyrir sum ykkar voru þessar breytingar erfiðar og fyrir önnur ekki eins erfiðar.
Langa helgin okkar er að ganga í garð, engin kennsla verður í MÍ á morgun föstudaginn 16. okt. og mánudaginn 19. okt. Vonandi náið þið að njóta þess að vera í fríi og hlaða batteríin.
Núverandi sóttvarnaráðstafanir gilda til miðnættis mánudaginn 19. október. Við bíðum eftir frekari fyrirmælum frá sóttvarnaryfirvöldum varðandi næstu viku.
Við vonumst að sjálfsögðu til að skólahald komist sem fyrst í eðlilegt horf aftur.
Við munum senda upplýsingar með tölvupósti og setja á heimasíðu MÍ um leið og þær liggja fyrir. Upplýsingar um fyrirkomulag næstu viku verða sendar út í síðasta lagi á mánudaginn.
Gangi ykkur öllum áfram vel.
Kæru nemendur,
við í MÍ erum ótrúlega stolt af því hvað þið hafið tekið breytingum á skólastarfinu af mikilli yfirvegun. Við vitum að fyrir sum ykkar voru þessar breytingar erfiðar og fyrir önnur ekki eins erfiðar.
Nú þurfum við bara að halda áfram á sömu braut og eina örugga er að við erum öll í þessu saman - og við getum þetta saman!
Næsta vika er stutt, aðeins fjórir kennsludagar, og þá tekur við löng helgi.
Skólahaldið í vikunni verður með svipuðu sniði og í síðustu viku - en þó ekki alveg.
Við biðjum ykkur um að kynna ykkur upplýsingarnar hér vel og ef þið erum með ábendingar um eitthvað sem betur má fara í skólastarfinu þá endilega sendið okkur tölvupóst.
Upplýsingar um skólastarfið vikuna 12.-16 okt. er að finna HÉR
Umsóknarfrestur um jöfnunarstyrk vegna haustannar 2020 er til 15.október næstkomandi.
Nemendur geta sótt um jöfnunarstyrkinn með rafrænum skilríkjum eða með íslykli á heimasíðu Menntasjóðs, www.menntasjodur.is eða island.is.
Jöfnunarstyrkur (dreifbýlisstyrkur)
- er styrkur fyrir nemendur sem stunda nám á framhaldsskólastigi fjarri lögheimili og fjölskyldu. Lögheimili má ekki vera í nágrenni við skóla og eitt af grunnskilyrðum fyrir jöfnunarstyrk er að nemandi geti sýnt fram á tengsl við lögheimili sitt.
Námið verður að vera að lágmarki eins árs skipulagt nám við skóla sem fellur undir lög um framhaldsskóla/menntaskóla. Nemandi telst stunda reglubundið nám hafi hann gengið til prófs i a.m.k. 12 einingum á önn, ef um Fein-einingar er að ræða er lágmarkið 20 ein.
- Námsmenn í sérnámi/iðnnámi geta átt rétt á bæði námslánum og jöfnunarstyrk. Námsmaður getur þó ekki fengið hvoru tveggja, jöfnunarstyrk og námslán, á sömu önn.
- Hámarkslengd styrks er til fjögurra ára eða í átta annir.
- Athugið að nemandi getur ekki fengið bæði jöfnunarstyrk og námslán á sömu önn.
- Nemendur í launuðu starfsnámi eiga ekki rétt á jöfnunarstyrk.
Kæru nemendur,
hertar aðgerðir vegna Covid-19 hafa áhrif á skólastarfið. Upplýsingar um fyrirkomulag vikunnar hafa verið sendar til allra nemenda með tölvupósti.
Upplýsingarnar um fyrirkomulagið fyrir þessa viku ereinnig að finna í fréttabréfinu hér fyrir neðan.
Menntaskólinn á Ísafirði fagnaði 50 ára afmæli þann 3. október sl.
Birgir Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar heimsótti skólann í tilefni afmælisins og færði skólanum góðar kveðjur og blómvönd frá Ísafjarðarbæ. Hildur Halldórsdóttir aðstoðarskólameistari og Heiðrún Tryggvadóttir áfangastjóri veittu viðtöku fyrir hönd skólans.
Haldið var upp á afmæli skólans rafrænt yfir afmælishelgina með frumsýningu á afmælismyndbandi um skólann. Fékk myndbandið gríðarlega góðar viðtökur frá núverandi og fyrrverandi nemendum, starfsmönnum og öðrum velunnurum skólans með góðum kveðjum.
Við þökkum kærlega fyrir allar hlýju og góðu afmæliskveðjurnar í tengslum við þessi tímamót í sögu skólans.