3 feb 2009

MÍ í undanúrslit MORFÍS

Lið MÍ er komið í undanúrslit í MORFÍS, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna eftir sigur á liði FSN í átta liða úrslitum. Sigur heimamanna var sannfærandi, en þeir sigruðu með 1.466 stigum gegn 1.095 stigum gestanna frá Snæfellsnesi og ræðumaður kvöldsins var Gunnar Atli Gunnarsson. Dregið verður á næstu dögum um hverjir mætast í undanúrslitum en þetta er annað árið í röð sem lið MÍ nær þetta langt í keppninni.
28 jan 2009

Ragney Líf íþróttamaður ársins 2008

Ragney Líf Stefánsdóttir sundkona og nemandi á afreksíþróttabraut skólans, var á dögunum valin íþróttamaður ársins 2008 í Ísafjarðarbæ. Ragney sem er 16 ára hefur æft sund með íþróttafélaginu Ívari í 9 ár og stóð sig sérstaklga vel á síðasta ári. Meðal annars vann Ragney Líf til fernra verðlauna á Malmö open, þar af tvenn gullverðlaun. Einnig vann hún 5 Íslandsmeistaratitla á árinu. Skólinn óskar Ragney Líf innilega til hamingju með titilinn og góðs gengis í framtíðinni.

 

 

27 jan 2009

Breyttur opnunartími skrifstofu

Athygli er vakin á breyttum opnunartíma skrifstofu skólans. Skrifstofan er opin frá kl. 08:00-16:00 mánudaga til fimmtudaga en á föstudögum er opið frá kl. 08:00 til kl. 15:00.
27 jan 2009

MORFÍS MÍ mætir FSN

MÍ mætir FSN í 8 liða úrslitum MORFÍS, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, laugardagskvöldið 31. janúar á Ísafirði. Umræðuefni keppninnar er ,,Á að leggja niður internetið". Lið MÍ mælir gegn því en lið FSN er því fylgjandi. Keppnin verður á sal skólans og hefst kl. 21:00.
27 jan 2009

Gettu betur - tap fyrir ME

Gettu betur liði MÍ gekk því miður ekki nógu vel í 2. umferð keppninnar að þessu sinni, eftir frábæran árangur í 1. umferð. Liðið tapaði fyrir ME og hefur því lokið keppni í ár. Keppendum er þakkað kærlega fyrir framlag sitt og þá miklu vinnu sem þeir hafa lagt á sig við undirbúninginn.
15 jan 2009

Gettu betur - MÍ stigahæsta tapliðið til þessa

Gettu betur lið MÍ laut í lægra haldi fyrir liði Borgarholtsskóla í æsispennandi keppni í gærkvöldi. Keppnin var mjög jöfn og Borgarholtsskóli náði ekki sigri fyrr en í bráðabana. Úrslitin urðu 25-23 og er lið MÍ langstigahæsta liðið til þessa sem er glæsilegur árangur en Borgarholtsskóli keppti í úrslitum á síðasta ári. Vonandi fleytir þetta strákunum áfram í næstu umferð. Ítarleg umfjöllun um keppnirnar er að finna á síðunni gettubetur.is
13 jan 2009

Gettu betur 2009

Keppni í Gettu betur er hafin og voru fyrstu 3 viðureignirnar sendar út á Rás 2 í gærkvöldi. Í liði MÍ eru að þessu sinni reynsluboltarnir Halldór Smárason og Hjalti Már Magnússon auk Gunnars Atla Gunnarssonar sem reyndar hefur komið að því að þjálfa liðið og staðið fyrir undankeppnum innan skólans. Lið MÍ mun keppa við Borgarholtsskóla í fyrstu umferð og verður keppnin send út miðvikudaginn 14. janúar kl. 20:00.
13 jan 2009

Dreifnám

Fyrsta lota í dreifnámi vorannar hefst í dag. Allir nemendur eiga nú að vera komnir með aðgang að Námskjá og INNU. Ef svo er ekki er viðkomandi bent á að setja sig í samband við umsjónarmann dreifnáms, Guðjón T. Sigurðsson í tölvupósti. Netfangið er gudjonts@misa.is
12 jan 2009

MORFÍS MÍ gegn MA

Vegna veðurs og annarra hindrana komst MORFÍS lið MA ekki til Ísafjarðar um helgina eins hafði verið ráðgert. MA gaf því keppnina á móti MÍ og lið MÍ er þar með komið í 8 liða úrslit. Í 8 liða úrslitum munu MÍ-ingar mæta liði Fjölbrautaskóla Snæfellinga og eiga MÍ-ingar heimavöll. Keppnin verður nánar auglýst síðar.
3 jan 2009

Iðnmeistaranám á vorönn

Iðnmeistaranám á vorönn 2009 hefst með kynningarfundi þriðjudaginn 6. janúar kl. 20:00 í stofu 8.